miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Trjábúinn og María mey

Þorpið okkar liggur í fjallshlíð þannig að við rennum niður hlíðina þegar við bregðum okkur af bæ og skríðum upp á leið heim. Rétt áður en við komum heim þá tekur þessi trjábúi á móti okkur með opnum örmum. Mér finnst eins og hann gæti verið úr sögu eftir Tolkien.



Hundrað metrum frá trjábúanum er svo þetta líkneski af Maríu mey. Utan um það hefur verið byggt lítið skýli svo það er vel verndað. Við vitum ekki afhverju líkneski af guðsmóðurinni er þarna í vegarkantinum en fallegt er það.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli