fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Virk eldfjöll og heitar uppsprettur

Að morgni þriðja dags okkar á ferðalagi um Costa Rica blasti þessi sjón við okkur. Upp úr virka eldfjallinu Arenal stóð reykjarstrókur en ekkert eldglóandi hraun var þó að sjá eins og túristabæklingarnir höfðu lofað okkur. Eldfjallið er þrettánda virkasta eldfjall heims og hefur verið virkt í rúm fjörtíu ár eða frá því að eldgos hófst árið 1968. Um fjórir metrar bætast við fjallið á hverju ári vegna hrauns og ösku sem koma upp úr gígnum.



Við borguðum dýrum dómum fyrir "herbergi með útsýni" á Hótel Linda Vista Mountain Lodge sem hafði upp á fátt annað að bjóða en einmitt það. Ég var þó ansi hrifin af þessum svönum sem þernurnar brutu handklæðin í.



Eftir miklar keyrslur nutum við þess í botn að slappa af í heitum uppsprettum. Enn eitt sem við Íslendingar gætum lært af. Þarna flæðir heita vatnið upp og einhver snillingurinn bjó til lúxus baðaðstöðu sem einungis hinir efnameiru hafa efni á að heimsækja. Fyrir tæpa 10 þúsund krónur á mann gátum við svamlað í heitum laugum eins og okkur lysti. Staðurinn er kallaður Tabacón Grand Spa Thermal Resort.

Barinn á sínum stað ....

Hér var krafturinn á vatninu svo mikill að ég missti hlýrana á bikini-brjóstahaldaranum niður á mitti. Úps, svona er að vera óvanur ...


Lítur þetta ekki vel út?

Og smá kósí útskot fyrir tvo.


Eftir því sem ofar dró varð vatnið heitara.

Eftir á að hyggja var þetta allra peninganna virði. Sull og busl í heitu vatni úr tærri uppsprettu.

3 ummæli:

  1. Þetta hljómar allt saman voða notalega :-)

    SvaraEyða
  2. Þetta er nánast alveg eins og í Árbæjarlaug ... fyrir utan regnskógargróðurinn :)

    SvaraEyða
  3. Huggulegt :-) Væri alveg til í þetta ;-)

    SvaraEyða