fimmtudagur, 17. desember 2009

Ferðin til Kína II

Á síðasta degi ákváðum ég og ferðafélagi minn að skjótast á Kínamúrinn. Rifum okkur upp fyrir allar aldir og tókum leigubíl í tæpa tvo tíma að múrnum. Sem betur fer var sunnudagsmorgunn og lítil umferð. En það var kalt eða mínus 5 stig og við nærri á stutterma og sandölum úr hitasvækju Panama. Ég keypti mér hanska og var í þunnri úlpu sem betur fer. Þetta magnaða mannvirki sem er 8.800 km langt og er heimsótt af milljónum manna ár hvert. Við fórum að Badaling svæðinu sem er fjölsóttasti staðurinn fyrir heimsóknir.


Reynir á Kínamúrnum í desember 2009

Að lokinni heimsókn á Kínamúrinn ákváðum við að fara og sjá hluta af Ólympíumannvirkjunum frá 2008. “Hreiðið” er aðalleikvangurinn í Peking og tekur 91 þúsund manns í sæti. Þetta er talið heimsins stærsta stálvirki eða um 110 þúsund tonn. Stálið er allt framleitt í Kína og þegar mest lét unnu 17 þúsund manns við verkefnið. Óhætt er að segja að “Hreiðrið” er mikið afrek og glæsilegt mannvirki.


Ólympíuleikvangurinn í Peking, "Hreiðrið"

Að öllu þessu loknu hófst ferðin til Panama. Lagt var af stað síðdegis og komið heim eftir 41 tíma ferðalag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli