
Reynir á Kínamúrnum í desember 2009
Að lokinni heimsókn á Kínamúrinn ákváðum við að fara og sjá hluta af Ólympíumannvirkjunum frá 2008. “Hreiðið” er aðalleikvangurinn í Peking og tekur 91 þúsund manns í sæti. Þetta er talið heimsins stærsta stálvirki eða um 110 þúsund tonn. Stálið er allt framleitt í Kína og þegar mest lét unnu 17 þúsund manns við verkefnið. Óhætt er að segja að “Hreiðrið” er mikið afrek og glæsilegt mannvirki.

Ólympíuleikvangurinn í Peking, "Hreiðrið"
Að öllu þessu loknu hófst ferðin til Panama. Lagt var af stað síðdegis og komið heim eftir 41 tíma ferðalag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli