föstudagur, 22. janúar 2010

Embera indíánar

Í tilefni afmælis Reynis eru Bassi og Sunnefa í heimsókn hjá okkur. Í heila viku höfum við nú ferðast og skemmt okkur saman. Án efa verður heimsókn okkar til Embera indíánana sem búa við Rio San Juan de Pequini minnisstæðust. Embera indíánarnir eru einn af sjö indíánaflokkum í Panama. Árið 1984 var svæðið þar sem indíánarnir búa, gert að þjóðgarði sem gerði það að verkum að þeir máttu ekki lengur stunda landbúnað og veiðar eins og þeir höfðu gert um áraraðir. Til að komast af, bjóða þeir nú ferðamönnum að koma og fræðast um lífshætti sína.

Leiðsögumaður okkar var Anne Gordon, amerísk kona, sem giftist inn í Embera ættflokkinn. Hún sótti okkur á hótelið í Panama borg og keyrði í u.þ.b. klukkustund þangað sem vegurinn endaði við Chagres fljótið. Þá tók við klukkustundar sigling upp fljótið. Báturinn var hogginn trjábolur með öflugum utanborðsmótor.


Ferðalangar að leggja af stað.


Afmælisbarnið

Indíáni í stafni að vísa veginn að litlum fossi.


Þeir bræður að baða í fossinum. Hver er hvor?


Þegar við komum til þorpsins var tekið á móti okkur með tónlist.


Okkur var boðið að valsa um og skoða hús og híbýli.


Þessi litli strákur var örlítið feiminn en leyfði mér samt að taka mynd af sér.


Eitthvað hefur myndasmiðurinn verið fyndinn!


Við gátum keypt handfléttaðar körfur og útskornar styttur.


Hér segir yfirmaður ferðamála frá högum þeirra og búsháttum. Leiðsögumaðurinn túlkar.


Að loknum hádegisverði. Kokkurinn okkar í baksýn. Í boði var kjúklingur og djúpsteiktir bananar.


Eftir hádegisverðinn fengum við leiðsögn um lyfjakistuna, þ.e. næsta nágrenni. Við lærðum um lækningamátt ýmissa plantna og prófuðum m.a. staðdeyfingu í munni sem indíánarnir nota þegar þeir fá tannpínu. Bassi náði þessari mynd af tarantúlu sem var svona auka bónus í þessari ferð.


Við Birkir og Bassi fengum okkur tattoo eins og hinir indíánarnir sem þó endist aðeins í 8-10 daga.


Indíánarnir uppgötvuðu að Birkir talar svolítið í spænsku. Þeir voru jafn forvitnir um hagi okkar eins og við þeirra. Þeir vildu vita innbyrðis tengsl okkar (hver var mamman, pabbinn og hver börn og hvað). Þeir hlógu mikið þegar það uppgötvaðist að Birkir ætti enga kærustu og spurðu hvort hann gæti ekki hugsað sér að eignast eina úr Embera ættflokknum :-)


Að lokum sýndu konurnar hefðbundinn dans sem endaði með þátttöku okkar. Til allrar hamingju er ekki til nein mynd af því ....

1 ummæli:

  1. Innilega til hamingju með stórafmælið Reynir! Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur hér á þessu bloggi! Það var grautur hjá Guðrúnu og Hannesi í dag, þar sem afmælið barst í tal :D Mikið væri ég til í hoppa upp í flugvél og kíkja í heimsókn, en það mætti alveg setja tarantúlurnar í búr svona rétt á meðan ég væri í heimsókn! HROLLUR!

    bestu kveðjur af klakanum
    Linda

    SvaraEyða