miðvikudagur, 10. febrúar 2010

Afmælispartý

Veisluhöldum vegna afmælisins lauk með partýi í klúbbnum. Þeir kollegar, Reynir og Henrik, urðu báðir fimmtugir í janúar og ákváðu að halda saman upp á 100 ára afmælið. Þeir sömdu við stelpurnar í eldhúsinu um að útbúa mexíkóska smárétti og svo var opin bar og diskótek. Sandra táningur reddaði tónlist frá sjöunda, áttunda og níunda áratugi síðustu aldar þannig að við þessi gömlu fíluðum okkur í botn.


Hér eru allir mjög dannaðir ennþá. Robert, Sophie, Per og Sarah.


Allir komnir út á gólf - örugglega ABBA á fullu.


Frábær sveifla hjá Kent og Evu.


Daisy gat dansað bæði með flöskur og glös á höfðinu. Reynir tilbúinn að bjarga.


Eldhúspartýin (hér inni-partýin) eru alltaf skemmtileg. Aurora (Erítreía), Adrianne (Ástralía), Marica (Holland) og Geniva (Mali).


Lars, einn af framleiðslustjórunum, eftir fyrstu ferð í sundlaugina.


Við skötuhjúin rétt fyrir partýlok.

Með boðinu í afmælisveislunna var sérstaklega tekið fram að allar gjafir til afmælisbarnanna væru afþakkaðar. Þess í stað var tekið á móti frjálsum framlögum sem munu verða notuð til þurfandi hér í grennd. Konur hér í campnum munu sjá til þess að það verði keyptir skólabúningar og skólabækur fyrir þessa 863 dollara sem söfnuðust.

3 ummæli:

  1. Hæ hæ
    Greinilega verið stuð :-) ABBA klikkar sko ekki

    SvaraEyða
  2. Hjartanlega til hamingju með árin góðu
    Annetta og Bjarni

    SvaraEyða
  3. Þetta hefur verið snilldar afmælispartý. Til hamingju með árin fimmtíu Reynir :-) Og mikið eruð þið sólbrún, sæt og sælleg. Líst vel á ykkur :-)
    Bestu kveðjur og beso, Anna Margrét frænka

    SvaraEyða