Á leið minni tilbaka frá vinnusvæðinu stoppaði ég við reisulegt og stórt tré sem er við veginn. Það var fyrir svona tveimur vikum að við tókum eftir að mjög margir fuglar voru á fullu við hreiðurbyggingar í trénu. Mér synist að allt að 50 pör hafi ákveðið að hengja hreiður sín í þetta tré nákvæmlega. Þeir hljóta að vita að þetta tré sé best og öruggast til búsetu.
Stórt og mikið tré með mörg hreiður hangandi.
Það var ekkert flugbann hjá íbúum trésins nú í morgun. Mikið um flugtök til allra átta og lendingar úr öllum áttum. Myndasmiðurinn var ekki nægilega snöggur til að ná því.
Mikið var um háværar samræður íbúa um landsins gagn og nauðsynjar. Greinilega vor í lofti.
En krúttlegt að þeir vilji allir eiga heima í sama tréinu. Systur og bræður og allir fylgifiskar, þú getur ímyndað þér fjörið hjá okkur ef við byggjum öll saman!!! :)
SvaraEyðaSkrítin hreiður samt, eins og pokar í laginu :)
Bestu kveðjur,
Ruth
btw gaman að því hvernig sýn þú hefur á umhverfið. Byggir stóra og öfluga stíflu og sérð svo fegurðina í því smá og litla. Þetta er ekki öllum gefið!