Við búum í búðum (camp) reistar fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem vinna við að reisa vatnsaflsvirkjun við Changuinola fljót. Búðirnar eru upp í fjallshlíð í um 35 km fjarlægð frá Changuinola þorpi, Bocas del Toro héraði.

Panama er í Mið-Ameríku, er eitt af löndunum sem skilur Norður- og Suður-Ameríku. Fyrir norðan Panama er Kosta Ríka og fyrir sunnan Kólumbía. Panama er frekar lítið land (78.200 km2) en tvö höf liggja að því, annars vegar Karabíska hafið og hins vegar Kyrrahafið.
Í landinu búa um 3,3 milljónir manna. Tungumálið er spænska.
Samkvæmt CIA World Factbook þá eru helstu náttúruauðlindir kopar, mahogne skógar, rækjur og vatnsorka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli