mánudagur, 7. september 2009

Stutt helgi

Síðastliðin helgi var stutt, þ.e. einungis frí á sunnudeginum. Hún var þó sýnu styttri hjá Önnu sem stendur í stórræðum í vinnunni og vann allan sunnudaginn. Ég skrapp aðeins í vinnuna um morguninn, kláraði viðvik, hringdi í systur mína og fór síðan heim og lagði mig. Ég er nú búinn að vera hérna í rúma fjóra mánuði. Tíminn líður hratt. Ég var að fara í gegnum myndir og rakst á þessa sem ég tók um daginn af bananaknippi sem ég keypti við veginn og hengdi út. Þetta eru svona "mini" bananar sem gott er að taka með sér í nesti á morgnana.


Grænir "mini" bananar sem þroskast á nokkrum dögum í hitanum

Ég eldaði marókóskan pottrétt að hætti Nönnu Rögnvalds á sunnudagskvöldið. Þurfti aðeins að breyta honum því ég á ekki allt samkvæmt uppskriftinni. Engin hætta var þó á ferðum og enginn dó. Við erum að rækta kryddjurtir í garðinum og ég gat sótt myntu og rósmarín út í garð. Það skemmir ekki. Við kaupum grænmeti og ávexti í áskrift og fáum afhent vikulega.


Vikurskammtur af grænmeti og ávöxtum. Þetta gula til neðst til vinstri eru ástaraldin sem verða krumpuð með tímanum.

1 ummæli:

  1. Þetta eru glæsilegir bananar. Feitir og myndalegir. Þeir eru svolítið öðruvísi en maður fær í Kronunni :)

    SvaraEyða