
Hvað finnst ykkur - er stofan betri svona eða var hún betri eins og hún var áður?
Ég hef áður skrifað um Húsbóndann á heimilinu eða Lupé sem er heimilishjálpin okkar. Hún er gull af manni en tekur sig reglulega til og flytur húsgögn og endurraðar í skúffur og skápa. Oftast erum við bara reglulega ánægð með breytingarnar en það kemur líka fyrir að við verðum svolítið tens þegar við finnum hvorki sykurinn né kaffið.
Ég hef þá kenningu að ástæðan fyrir þessum búferlaflutningum sé að Lupé leiðist enda ekki mikið að þrífa eftir þrjár fullorðnar manneskjur. Jafnvel þó hún þrífi húsið reglulega að utan líka. Þetta þekkjum við ekki heima þar sem skiptandi veður sjá alveg um þá deild. Hér er nauðsynlegt að sópa niður kóngulóarvefi og pöddur og skrúbba veröndina þar sem körturnar skilja eftir sig lítil stykki á næturnar.
Nú fara næstu dagar í aðlögun en það er alla vega hreint og fínt hjá okkur :-)
Stofan er ljómandi fín svona. :)
SvaraEyðaVona að þið hafið haft það gott yfir jólin.
Bestu kveðjur