sunnudagur, 14. júní 2009
Bleiku húsin
Við Íslendingar þykjum litaglöð þegar litið er til húsinna okkar. Berum þau til dæmis saman við húsin í Danmörku þar sem öll hús eru byggð úr múrsteinum. Þar er aðeins hægt að velja um tvo liti, gulan og rauðan. Hér í Panama myndu Íslendingar þykja íhaldssamir í litavali því hér er "allt" leyfilegt. Ég tek ekki lengur eftir öllum litunum á húsunum hér en bleikum húsum tek ég ennþá eftir. Mér til skemmtunar tók ég eftirfarandi myndir af húsum á leið frá borginni David til Almirante. Bleiki liturinn hefur greinilega ekkert með stéttarskiptingu að gera því allt frá minnstu kofaskriflum í glæsivillur með blómum í stíl fann ég þennan dag. Sjá ...




Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Til hamingju með bloggið! Hér verður gaman að fylgjast með. Sannarlega fagurt umhverfi. Minnir nokkuð á Hagstofuna, en litirnir eru óneitanlega skærari.
SvaraEyðaTakk fyrir! Já, það er spurning hvort maður sjá ekki votta fyrir Hagstofunni alls staðar ... :-)
SvaraEyðaVorum að sjá bloggið núna þar sem við erum búin að vera rafmagnslaus síðan á laugardagskvöld. Það verður gaman að fylgjast með ykkur og þú ert greinilega með ljósmyndagenið í þér ;)
SvaraEyða