miðvikudagur, 24. júní 2009

Hér búum við

Vinnubúðirnar (camp 2) eru staðsettar í fjallshlíð í um 20 km fjarlægð frá Changuinola og 15 km frá Almirante. Hér búa um 125 manns frá 23 þjóðlöndum. Fyrstu starfsmennirnir fluttu hingað um sl. áramót en fyrir þann tíma bjuggu flestir í Changuinola. Vinnusvæðið er svo í 5 km fjarlægð héðan. Þegar verkinu lýkur ætlar eigandi húsanna að selja eða leigja þau ríkum Ameríkönum sem flykkjast hingað til Panama til að njóta elliáranna.

Næstu fjórar myndir eru teknar fyrir framan íbúðina sem við bjuggum í fyrstu vikurnar.


Litlu fjölskylduhúsin


Fyrir miðri mynd er aðalskrifstofan og við krossgöturnar er varðskýlið


Fyrir miðri mynd er skólinn og læknastofan. Í hægra horninu sést í leikskólann. Bletturinn fyrir framan verður tyrftur í næstu viku.


Hús með einstaklingsíbúðum

Í klúbbhúsinu (Toucan club) er að finna íþróttaaðstöðuna, veitingastaðinn og barinn. Fyrir aftan klúbbhúsið er verönd þar sem notalegt er að borða á kvöldin.


Sundlaugin er líka fyrir aftan klúbbhúsið

Eftirfarandi myndband er tekið úr garðshorninu við húsið okkar. Það byrjar og endar við hús nágrannans. Það sést í húsið okkar rétt áður en hringnum lýkur. Í myndina vantar nýja hengirúmið okkar sem hengt var upp á veröndinni í fyrradag :-)

2 ummæli:

  1. Hæ öll. Jæja, þá byrja ég að blogga. Það er gaman að fylgjast með ykkur og flottar myndir. Ég fer inn á síðuna á hverjum degi. Ég tek eftir hvað allt er snyrtilegt þarna og vatnið í sundlauginni himinblátt. Ég hugsa til ykkar buslandi í lauginni og leggjast svo í hengikojuna :). Þeir spáðu sól hér um helgina en eru eitthvað að draga úr þvi :(.
    Bestu kveðjur, Gígja.

    SvaraEyða
  2. Gaman að sjá hvernig þið búið og hvernig campurinn er. Það hljómar vel að liggja í hengirúmi við 30 gráðu hita :-)

    SvaraEyða