Ég verð að viðurkenna að ég er feimin við þjónustufólk. Við Íslendingar erum ekki vön að láta þjóna okkur og alls ekki inni á eigin heimili. En þar sem við fluttum í húsið okkar um síðustu helgi þá þótti tilheyra að við yfirtækjum þjónustustúlku fráfarandi staðarstjóra frá og með þeim degi. Fyrsti dagur Lupé hjá okkur var svo í dag. Hún kom með rútunni frá Almirante rétt fyrir sjö og beið fyrir utan þegar ég kíkti út um eldhúsgluggann um sjöleytið. Ég var til allrar lukku komin í fötin og bauð henni inn. Lupé talar bara spænsku og gafst ekki upp þó skilningur minn væri takmarkaður. Töluverður tími fór því í „umræður“ um hvernig og hversu oft hún ætti að skipta á rúmunum. Ég flýtti mér svo bara í vinnuna og vonaði hið besta ...
Ég kom svo heim um hádegi og þá voru stólar upp á borðum og búið að færa til húsgögn. Áður en ég fór aftur í vinnuna „spurði“ Lupé mig hvort ekki væri allt í lagi að hún væri búin að breyta svolítið til í eldhússkápunum. Mér var nokk sama þó skurðarbrettin væru nú þar sem ruslapokarnir voru áður svo ég sagði bara „si, si“, brosti og fór aftur í vinnuna. Þessi jákvæðu viðbrögð hafa greinilega verið mikil hvatning því þegar við komum heim um fimmleytið var Lupé búin að „endurhanna“ heimilið. Búið var að snúa og búa upp rúmið í gestaherberginu (tilbúið fyrir ykkur kæru gestir), flytja óhreinatauskörfuna, ruslafötuna, raða leirtaui og hnífapörum og síðast en ekki síst brjóta og raða í alla fataskápa og -skúffur, þar með talið nærfataskúffur heimilisins. Ég verð að viðurkenna, við urðum öll svolítið feimin að sjá samanbrotnar nærbuxurnar í skúffunum okkar.
Þið látið mig svo bara vita þegar ég er farin að kvarta yfir „the house maid“ :-)
fimmtudagur, 18. júní 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Þið sendið bara Lupé yfir til okkar á klakann ef þið verðið þreytt á henni...það þarf virkilega að taka skápana okkar Elvars í gegn ;-) Gaman að skoða bloggið...líst samt ekkert á þetta dýralíf, fékk hroll að skoða myndirnar. Bleiku húsin eru hins vegar alveg brilliant, sérstaklega þessi skærlituðu. Panamabúar kunna sko að mála!! :-)
SvaraEyðaKnús til ykkar úr sólinni í Rvk sem ákvað loksins að láta sjá sig.
Anna Margrét jr.
Lupé þarf náttúrulega að finna sér eitthvað að gera ef hún á að koma nokkra daga í viku til þín - ekki endalaust hægt að þrífa 100 fermetra ;-) En já það hlýtur að vera dálítið skrítið að láta einhvern ókunnugan raða í skápunum hjá sér.
SvaraEyðaÉg skil Birki mjög vel...
SvaraEyða