mánudagur, 22. júní 2009

Mér finnst rigningin góð

Hér rignir oft í viku, sérstaklega á þessum árstíma. Stundum koma bara nokkrir dropar, oft fáum við dembur en stundum rignir bæði ”eldi og brennisteini”. Þá leggst öll útivinna af og fólk leitar sér skjóls þar sem hægt er. Á augabragði breytast smálækir í fljót og vegir fara í sundur eins og þeir væru smáslóðar.



Hér sést hvar einn starfsmaður hefur ekki séð veginn nógu vel og keyrt ofan í ræsi.

Það sem ótrúlegast er við þetta er að hversu fljótt allt er að þorna aftur. Innan við klukkustund er allt orðið þurrt enda hitinn á daginn um 30 stig. Loftrakinn er þó mikill og flestir eru með ”rakagleypi” heima hjá sér. Við hellum 10 lítrum af vatni 1-2 sinnum á sólarhring úr okkar tæki.

3 ummæli: