sunnudagur, 5. júlí 2009

Jarðskjálfti

Í fljótu bragði virðist fátt vera líkt með löndunum tveimur, Panama og Íslandi. Það fyrsta sem ég uppgötvaði að löndin ættu sameiginlegt var vatnið. Hér er nóg af vatni líkt og á Íslandi. Lækir, ár, fljót, fossar og gott drykkjarvatn.

Síðan uppgötvaði ég að hér í Panama eru eldfjölll eins og á Íslandi. Á „Cordillera Central“ fjallgarðinum er til dæmis eldfjallið Barú sem okkur langar að skoða.

Síðasta uppgötvunin var gerð í fyrrinótt en þá hentumst við nær fram úr rúmunum okkar þegar jarðskjálfti upp á 6,0 stig á Richter reið yfir Panama. Við vorum stödd á hóteli í Panama City og vorum bara nokkuð ánægð að hafa aðeins verið stödd á annarri en ekki níundu hæð hótelsins. Þetta virkaði þó ekki eins og jarðskjálfti upp á 6 stig (eins og ég viti hvernig það er ...) enda upptök jarðskjálftans 95 km frá borginni. En hann var nógu skarpur til að ég sofnaði ekki alveg strax aftur.


Umfjöllun um jarðskjálftann í blaði dagsins

Helstu staðreyndir um jarðskjálftann á heimasíðu USGS (United States Geological Survey).

1 ummæli:

  1. Skil vel að þú hafir ekki sofnað alveg strax aftur!

    SvaraEyða