
Við Miraflores skipahólfin. Það eru tvö hólf sitt hvorum megin við húsið.
Það er ótrúlegt en skurðurinn hefur verið í notkun síðan 1914 og hefur lítið breyst á þessum tæplega hundrað árum. Tæknin er hin sama, skipunum er lyft um 26 metra í þremur áföngum. Engar dælur eru notaðar, aðeins vatnsafl. Skipin leggja af stað á morgnanna frá sinn hvorum enda, mætast á miðri leið og sigla svo út hinum megin 8-9 tímum síðar. Rúmlega 40 stór skip fara um skurðinn á daginn en af öryggisástæðum fara aðeins smærri skip um skurðinn á næturnar.
Þegar skipi hefur verið siglt inn í fyrsta skipahólfið og hliðinu lokað, er vatni hleypt frá næsta hólfi. Þegar vatnsyfirborðið er orðið jafn hátt báðum megin er næsta hlið opnað og skipið siglir í gegn. Hverju skipi er þannig lyft þrisvar sinnum bæði þegar það siglir inn og út úr skurðinum. Það fara 100 milljón lítrar af vatni í hvert skipti sem hleypt er í skipahólf. Margfaldið með sex (skipahólf) og svo fjölda skipa (ég kann ekki að skrifa svona stóra tölu). Grundvöllur skipaskurðsins byggist því á rigningunni sem fylgir regnskógunum í kringum Gatún vatnið. Regnskógarnir eru því algerlega verndaðir og stórum svæðum hefur verið breytt í þjóðgarða. Það er eins gott að passa gulleggið sitt.

Hér er eitt stórt skip komið inn í annað skipahólfið við Miraflores. Skipið er bundið við fjóra litla lóðsa svo það rekist ekki í veggina.

Hér er fyrra skipið (fjær) nánast horfið niður fyrir bakkann og næsta skip komið í lóðs.

Fyrra skipið á leið í síðasta skipahólfið áður en það siglir út á Kyrrahafið.

Og að lokum seinna skipið að sigla í gegnum hliðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli