
Kláfurinn sem við ferðuðumst í gegnum regnskóginn.

Feðgarnir og leiðsögumaðurinn okkar í útsýnisturni á endastöðinni.
Það er auðvelt að sjá hvaðan "Varablómið" fær heitið sitt.
Eftir ferðina í gegnum regnskóginn gekk leiðsögumaðurinn með okkur í gegnum sýningarsvæði þar sem hægt var að skoða eftirlíkingu af indíánaþorpi, fiska, krókódíla, skjaldbökur, slöngur, fiðrildi og orkídeur.
Eftir ferðina í gegnum regnskóginn gekk leiðsögumaðurinn með okkur í gegnum sýningarsvæði þar sem hægt var að skoða eftirlíkingu af indíánaþorpi, fiska, krókódíla, skjaldbökur, slöngur, fiðrildi og orkídeur.

Krókódílar geta orðið hundrað ára og geta verið án matar í 6 mánuði. Það eina sem þeir þurfa er hiti því þeir hafa kalt blóð.

Uglufiðrildið er eitt af 30 tegundum sem er að finna í Gamboa.
Þjóðarblóm Panama er dúfu-orkídean. Ef vel er að gáð má sjá "dúfu" í miðju blómsins.
Seinni partinn sigldum við svo niður Chagris ánna og inn á Panamaskurðinn. Þar mættum við stóru gámaskipi á ferð sinni til frá Karabíska hafinu til Kyrrahafsins. Við sigldum til apaeyju (e. Monkey Island) þar sem við sáum bæði öskurapa og bræður þeirra, apana með hvítu andlitin. Við vorum heppin og sáum einnig letidýr, íguana og leðurblökur.
Alltaf jafn gaman að lesa hérna. Þið eruð greinilega dugleg að nota tímann og skoða ykkur um. Algjört ævintýri :)
SvaraEyðaKv, Hildur Ýr