sunnudagur, 20. desember 2009

Jólaundirbúningur

Jæja, þá mega jólin bara fara að koma. Við fórum til Boquete fyrir hálfum mánuði og á leiðinni heim stoppuðum við í David og versluðum fyrir jólin. Okkur til mikillar gleði fundum við tvær amerískar endur í frystinum í súpermarkaðnum svo jólamatnum er reddað. Ég missti mig aðeins í búð sem seldi jólaskraut og keypti eins og fyrir þrjár fjölskyldur. Hjá okkur hefur því verið mjög jólalegt og endahnúturinn hnýttur í dag þegar jólatréð var skreytt. Við höfðum séð lifandi jólatré hjá grænmetissala í Changuinola svo við renndum þangað í dag og keyptum eitt ljómandi fallegt.


Nýskreytt og fínt jólatré í stofunni okkar. Skreytingin á borðinu er í boði Lupé (úr skrauti sem ég hafði keypt).

Það er þó ótrúlegt að í dag sé síðasti sunnudagur í aðventu því himininn var blár og sólin skein svo ég notaði tækifærið og lagðist út í garð í sólbað. Það hef ég annars ekki getað gert í nokkrar vikur vegna regntímans sem er vonandi á undanhaldi núna. En grenilyktin kom mér svo aftur í jólaskapið.

Ég tók eftir því strax í byrjun desember að Panamabúum finnst greinilega eins skemmtilegt að skreyta fyrir jólin og Íslendingum. Það eru bara aðeins færri jólaljós en meira af glitrandi borðum, jólasveinum, hreindýrum, snjókörlum (!) og jafnvel heilu leiksviðin með vitringunum þremur, Jósef, Maríu og nýfæddum Jesú í jötunni.


Þessi mynd er tekin í dag rétt fyrir utan Changuinola. Hér vantar ekkert - meira að segja jólatréð er á sínum stað.


Mér fannst þessar skreytingar líka krúttlegar. Takið eftir að hurðin er klædd með glanspappír. Sjá einnig næstu mynd.




Í Boquete fyrir tveimur vikum.


Fínt hús í David.


Að lokum - ný hugmynd fyrir jólaskreytingar heima?!

2 ummæli:

  1. Virkilega jólalegt og fallegt hjá ykkur. Hafið það sem allra best um hátíðirnar. Mínar bestu kveðjur,
    Ruth

    SvaraEyða
  2. Flott jólatré :-) ...orðið rosa jólalegt hjá ykkur. Takk fyrir jólakveðjuna og hafið það sem notalegast og best um jólin.
    Jólakveðjur, Anna, Friðrik og strákarnir.

    SvaraEyða