þriðjudagur, 13. júlí 2010

Lifi byltingin!

Ég veit ekki hvort byltingin lifir ennþá á Kúbu en ég tók strax eftir áróðrinum sem blasir við. Alls staðar eru myndir af frelsishetjum og byltingarslagorð. Það eru í raun engin önnur auglýsingaskilti nema áróðursskilti sem var skemmtileg tilbreyting fyrir okkur sem erum vön vestrænum auglýsingaskiltum.


Hin fræga mynd af Che Guevara á húsvegg við Byltingartorgið.


"Allt fyrir byltinguna" á fimmtugasta og öðru ári.


"51 ár baráttu og sigurs"


Ekki allur áróður var á skiltum.


Meira að segja við vélina sem pressaði safann úr sykurreyrnum voru orð og mynd hetjunnar.


Skriðdreki fyrir utan forsetahöllina sem nú hýsir byltingarsafnið.


"Háðungarhornið" á byltingarsafninu. Innan um frásagnir og myndir frá byltingunni var að finna bæði blóðug föt og vopn byltingarmanna. Og svo var ekki laust við að það væri léttur áróður í gangi ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli