Þá er komið að lokum þessa bloggs okkar ferðalanga í Panama. Rúmt ár er síðan við komum hingað út og næstum eins langt síðan við byrjuðum að blogga um líf okkar hér. Nú erum við á leið heim til Íslands í frí en tvö okkar koma út aftur til að dvelja í annað ár. Sá yngsti vill taka síðasta árið í menntaskóla heima.
Frásögunum fer fækkandi eftir því sem við búum hér lengur og lífið fer að ganga sinn vanagang. Það er einna helst skemmtilegt að segja frá ferðalögum en þá er þetta ekki lengur blogg um lífið í Panama.
Með þessum eitt hundraðasta og fjórða pósti kveðjum við og þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem hafa nennt að lesa.
Anna og Reynir
föstudagur, 16. júlí 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Ég vona að þetta sé ekki síðasti pósturinn. Ég hef verið með RSS feed á bloggið ykkar og alltaf er gaman þegar nýjar færslur koma.
SvaraEyðaFærslurnar hafa verið í senn fróðlegar og skemmtilega stílaðar.
Ég vona bara aðvið fáum að sjá ykkur hér norður í svalanum þegar þið stoppð hér um stund.
Bestu kveðjur
Hólmkell
Ég tek undir þetta hjá Hómkeli. Ég er með bloggið ykkar á flýtihnappi í vafraranum hjá mér og kíki hér mjög reglulega. Alltaf gaman að sjá nýjar færslur, bæði fróðlegar og skemmtilegar frásagnir. Þessar frá hversdagslífinu þykja mér ekkert síðri en þær frá ferðalögum! Endilega endurskoðið að halda áfram með spjallið. Það færir ykkur líka aðeins nær okkur og ekki veitir okkur nú af smá myndum úr sólinni þegar kólnar hér á klakanum í haust.
SvaraEyðaTakk fyrir frábæra helgi í bústaðnum
kveðja
Linda
Það hefur verið virkilega skemmtilegt að lesa þetta blogg og ég hef alltaf lesið það. Það sem ykkur finnst kannski orðið hversdagslegt er framandi í augum okkar sem búum á "venjulegu" Akureyri. Myndir af stórum flugum, fallegum blómum eða jafnvel af ykkur væru bestar því þá getur maður fylgst betur með ykkur :) Vonandi haldið þið áfram að skrifa eitthvað um ykkar ævintýralega líf. Mínar bestu kveðjur og takk fyrir samveruna í sumar. Ruth
SvaraEyðaÉg á eftir að sakna þess að lesa þetta skemmtilega og fróðlega blogg. Skora á ykkur að halda áfram ;-) Kveðja Svandís
SvaraEyða