
Hér er Birkir við grillið fyrr í vikunni.
Í tvo mánuði hefur hann síðan meðhöndlað kakóbaunirnar. Fyrst voru þær hreinsaðar úr belgnum og gerjaðar í tvær vikur. Síðan voru baunirnar þurrkaðar og eftir 6 vikur voru baunirnar malaðar í mauk. Í fyrrakvöld tilkynnti Birkir síðan að hann væri búinn að framleiða súkkulaði sem hann leyfði okkur að smakka.

Heimaframleitt 100% súkkulaði.
Frumsúkkulaðið bragðaðist mjög biturt en með klárum súkkulaðikeim. Í gærkveldi var það síðan brætt og í það bætt sykri og rjóma. Miklu af sykri. Við urðum undrandi á hversu miklu af sykri og rjóma þarf að bæta í til að framleiða rjómasúkkulaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli