miðvikudagur, 21. október 2009

Súkkulaði

Birkir tók sig til fyrir tveimur mánuðum og tíndi kakóbelg af tré niður á vinnusvæði og kom með heim. Hann langaði til að prófa að framleiða súkkulaði. Úr belgnum hreinsaði hann kakóbaunirnar, sem hann hefur síðan geymt og meðhöndlað eftir kúnstarinnar reglum. Upplýsingarnar um ferlið fann hann á netinu.


Hér er Birkir við grillið fyrr í vikunni.

Í tvo mánuði hefur hann síðan meðhöndlað kakóbaunirnar. Fyrst voru þær hreinsaðar úr belgnum og gerjaðar í tvær vikur. Síðan voru baunirnar þurrkaðar og eftir 6 vikur voru baunirnar malaðar í mauk. Í fyrrakvöld tilkynnti Birkir síðan að hann væri búinn að framleiða súkkulaði sem hann leyfði okkur að smakka.


Heimaframleitt 100% súkkulaði.

Frumsúkkulaðið bragðaðist mjög biturt en með klárum súkkulaðikeim. Í gærkveldi var það síðan brætt og í það bætt sykri og rjóma. Miklu af sykri. Við urðum undrandi á hversu miklu af sykri og rjóma þarf að bæta í til að framleiða rjómasúkkulaði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli