
Í gær var haldið upp á hrekkjavöku að amerískum sið. Börnin mættu á skrifstofuna í grímubúningum og báðu um nammi. Þau sungu þó ekki líkt og gert er á öskudaginn á Íslandi.
Um kvöldið var hrekkjavaka fyrir hina fullorðnu. Klúbburinn skreyttur og nokkrir í búningum.

Rose (frá Frakklandi), Maria (frá Perú), Aurora (frá Eretríu) og Marcia (frá Hollandi).
Um hrekkjavöku (tekið úr Wikipediu)
Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður úr keltneskri trú. Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetursins. Hrekkjavaka er haldin 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu.
Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.
Hrekkjavöku fylgdu ýmsar hefðir, leifar sumra þeirra lifa í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi, og fái þau það ekki kasta þau oft eggjum í hús þeirra sem ekki gefa þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli