fimmtudagur, 4. mars 2010

Jólastemning í mars

Ég frétti að páskaeggin væru komin í verslanir á Íslandi. Ummm, vildi ég væri þar ... þessi númer 1 sem koma í eggjabökkunum eru best. En það var þá ekki seinna vænna að fá síðasta jólakassann sem við fengum í gær. Kassinn fór á flakk og var rúma þrjá mánuði á leiðinni. Fór aftur til Íslands frá Danmörku og svo í sjópóst frá Danmörku til Panama.

Hamingjan var mikil þegar tekið var upp úr kassanum. Fyrst komu upp jólagjafir handa Birki. „Sweet“ var það sem hann sagði þegar hann tók upp pakkana, og trúið mér, það er mjög hástemmt lýsingarorð hjá táningnum svo alveg öruggt er að hann var ánægður með innihald pakkana.

Við hin vorum ekki síður ánægð því upp kom úr kassanum Nóa konfekt, íslensk bók, tónlist og tímarit, Síríus súkkulaði, Apollo lakkrís og Tópas. Best voru samt jólakortin frá fjölskyldunni.

Takk kæra fjölskylda :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli