Þegar við þeytumst um þjóðvegina sjáum við töluvert af skiltum. Fæst eru þó eiginlegir vegvísar svo auðvelt er að villast. Við höfum meira að segja rekist á skilti sem vísaði í aðra átt en þá réttu. Þá vorum við að leita að flugvellinum í David og þóttumst fara vel eftir skiltunum. Eftir nokkurt hringsól datt okkur í hug að láta vísa okkur veginn á annan hátt. Eitt okkar stoppaði leigubíl og bað bílstjórann um að keyra sig á flugvellinn og við hin eltum. Og viti menn, leigubíllinn beygði þar sem skiltið sagði beint áfram ... eða var það öfugt?
Öll þorp við þjóðvegina eru þó velmerkt. Séð með gestsaugum eru sum bæjarheitin skemmtilegri en önnur.

Ætli þessi bær sé vinabær
Silicon Valley í Kaliforníu?

Ekki amarlegt að búa í "Nýju paradís"!

Varúðarskiltin eru mörg. Hér er varað við hættulegum beygjum.

Og brekkurnar eru svona brattar ...

Slöngur á ferð.

Eitt af undarlegri skiltum sem við höfum séð. Einhvern veginn heldur maður að það sé sjálfsagt mál að ekki megi skjóta.

Uppáhaldsskiltið mitt - ég ætla að vona að þeir séu betri að fljúga en í ensku :-)
Snillingar :-) Mitt personal favorite er skiltið með bílnum í brekkunni, skellihló þegar ég sá það og er enn að flissa :-)
SvaraEyðaBestu kveðjur til Nýju paradísar.
Knús og flight safe, Anna Margrét jr.