mánudagur, 14. júní 2010

Víkingahátíð

Og jú, við erum ennþá í Panama ... en ofvirka skemmtinefndin okkar stóð fyrir mikilli víkingahátíð núna um helgina. Mikið var lagt í undirbúning keppnisíþrótta, skreytingar og búningahönnun. Uppruni þátttakenda virtist skipta litlu máli því í ljós kom að sönn víkingahjörtu slóu í brjóstum margra.


Þetta fína víkingaskip var smíðað í tilefni dagsins.


Fyrsta keppnisíþróttin var bátaburður - upp og niður brekku.


Skeifukastið var næst.


Drumbakastið krafðist síns manns. Birkir kastaði yfir 5 m !


Hinn sænski Snäll kom ríðandi á hesti eins og sannur höfðingi (þrátt fyrir að vera skíthræddur við hesta).


Annar skeggprúður höfðingi ásamt hrafninum sínum (skeggið til trafala við bjórdrykkjuna).


Í reiptoginu var ekkert gefið eftir. Takið eftir höfuðfati foringjans (gert úr moppu og potti).


Þessi vaski hópur vann reiptogið. Brunasárin voru seinna meðhöndluð með Aloa Vera.


Sérstakir barnaleikar voru haldnir fyrr um daginn en þessi fékk að prófa reiptog eins og stóru strákarnir.


Áhorfendur horfa spenntir á reiptogið.


Uppistaðan í matnum var auðvitað grillað kjöt en bestur fannst mér eftirrétturinn sem var bökuð epli með þurrkuðum ávöxtum og hnetum!


Síðasta keppnisgreinin var bjórþamb. Sá sem fór niður á hnén vann ... :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli