sunnudagur, 18. október 2009

Dýraathvarfið

Í seinni skoðunarferðinni í Boquete heimsóttum við eina starfandi dýraathvarfið í Panama sem vitað er um. Athvarfið hóf starfsemi sína fyrir nokkrum árum þegar bresk hjón fóru að taka að sér særð dýr eða gæludýr sem eigendur gátu eða vildu ekki eiga lengur.



Í dag er þetta eins og lítill dýragarður sem er rekinn fyrir aðgangseyri og styrki. Þarna eru aðallega fuglar og apar en líka sjaldgæfari dýr eins og Margay sem er af kattarætt.


Lottie var svolítið feimin á meðan við stöldruðum við.

Við öll búrin voru spjöld með upplýsingum um dýrin og sögur þeirra, þ.e. hvernig þau höfðu hafnað í athvarfinu. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að lesa sögu Lottie.




Tamarin aparnir eru litlir og sætir. Þessi hafði sætt illri meðferð sem gæludýr.


Þessir stóru Scarlet Macaw fuglar voru gæfir. Þeir komu til okkar og átu möndlur sem við réttum inn í gegnum fuglanetið. Þeir eru sjaldgæfir þar sem þeir eru mikið veiddir vegna fjaðranna.


Þessir fuglar fannst mér ótrúlega fallegir.

Þó þetta líkist dýragarði þá er megintilgangurinn að bjarga dýrum og fuglum og sleppa þeim aftur út í náttúruna svo fremi það sé hægt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli