Allir mættu í sínu fínasta kúrekapússi en þar sem ekki allir geta gengið að kúrekahöttunum vísum upp í skáp renndu nokkrir sér niður fjallshlíðina og fjárfestu í hatti og köflóttri skyrtu í Úlfakringlu (e. Wolf Mall) í Changuinola.

Það er skylda að gera grín af stjórnendum á svona skemmtikvöldum. Þeir voru allir eftirlýstir en mjög mismunandi verðmætir.

Minn maður var dýr.
Það voru hestar fyrir börnin að ríða á og "ótemjur" fyrir fullorðna fólkið.

Að tolla á baki er erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Daginn eftir heyrði ég fólk kvarta um eymsli á ýmsum stöðum.

Boðið var upp á dansatriði í anda kvöldsins.
Kvöldinu lauk fyrir suma í sundlauginni en þá vorum við auðvitað löngu farin að sofa ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli