föstudagur, 6. nóvember 2009

Costa Rica

Í gærkvöldi komum við heim úr fimm daga ferðalagi til Costa Rica sem er nágrannaland Panama í vesturátt. Okkur hafði hlakkað mikið til enda lengsta frí sem við höfum tekið sl. 15 mánuði. Við keyrðum af stað á sunnudagsmorgni niður að landamærunum ásamt annarri þriggja manna fjölskyldu. Við höfðum leigt okkur 11 manna bíl ásamt bílstjóra til þess að keyra okkur um í Costa Rica. Bílstjórinn beið okkar handan landamæranna en mikil skriffinska fylgir því að taka bíl yfir landamærin svo við gengum yfir landamærin með farangurinn okkar.


Landamæri Panama og Costa Rica. Yfir þessa brú fara allir yfir hvort sem þeir eru akandi, hjólandi eða gangandi.


Við vorum heppin því fáir voru á ferli en hér geta myndast langar biðraðir.


Aðstaða landamæralögreglunnar.


Hér erum við komin með stimplana í vegabréfin og lögð af stað yfir brúna.

Fyrsti dagur ferðalagsins fór í að keyra upp á hálendið í átt að Poás Volcano National Park. Þar er virkur eldgígur, Poás gígurinn. Þangað fórum við snemma næsta morgun því best er að sjá gíginn að morgni dags. Eftir klukkan tíu er hann yfirleitt hulinn skýjum.


Poás gígurinn er í 2.574 m hæð yfir sjávarmáli, þvermál hans er 1.320 m, dýpt 300 m og meðalhiti vatnsins er um 40°C.


Er þetta ekki bara eins og í Námaskarði í Mývatnssveit?


Elísabet, Birkir og Reynir að njóta útsýnisins.


Skýin á leið yfir að hylja útsýnið.

1 ummæli: