sunnudagur, 13. desember 2009

Jólahlaðborð og Lúsíuhátíð

Í gær hélt fyrirtækið jólahlaðborð fyrir starfsmenn sína eins og svo víða um þessar mundir. Veislan var haldin í klúbbnum en starfsfólkið þar var búið að undirbúa í fleiri daga enda ekki lítið mál að elda ofan í 200 manns. Sérstök matarsending hafði komið frá Danmörku þannig að hægt væri að bjóða upp á hefðbundið danskt / sænskt jólahlaðborð. Á borðum mátti því finna reyktan og grafinn lax, skinku, paté, heita lifrarkæfu, fleskesteg, sænskar kjötbollur, danska osta, ris á l‘amande að ógleymdu jólaglöggi og piparkökum.

Jólahlaðborðið var ekki aðeins fyrir starfsmenn heldur einnig gesti þeirra. Í flestum tilfellum voru það makar og börn en þó mátti sjá mágkonur, tengdamömmur og jafnvel húshjálpina til að hugsa um börnin.

Eftir borðhaldið kom jólasveinninn með gjafir handa börnunum. Með honum voru tvær hjálparsveinur (e. santa's helpers) sem voru sveinka mikil stoð og stytta.


Börnin bíða full eftirvæntingar eftir gjöf frá jólasveininum.


Jólasveinninn með hjálparsveinum.


Flest börnin vildu sitja hjá jólasveinininum.


Þessi börn voru í stærri kantinum ...

Í dag var svo Lúsíuhátíð að sænskum sið. Sætir krakkar sungu falleg lög.



Stoltið leynir sér ekki úr andlitum foreldranna.

1 ummæli: