
Forboðna borgin í Peking
Forboðna borgin í Peking er merkilegur staður. Þarna hafði hirð Kína keisara aðsetur í 5 aldir. Borgin var byggð á árunum 1406 til 1420. Samtals tæplega eitt þúsund byggingar á 7.200 hektara svæði. Borgin forboðna er nú inni í miðri stórborginni Peking. Svæðið og byggingarnar hafa verið safn í tæp 90 ár og er á heimsminjaskrá UNESCO yfir merkilegar tumburbyggingar. Maður gengur í gengum fjöldann allan af torgum og húsum sem öll hafa sína sögu og eru byggð undir einhvern nafngreindan eða ákveðna starfsemi.

Ég fyrir framan innganginn í forboðnu borgina með formanninn í bakgrunni
Mjög vel var tekið á móti okkur og við bornir á höndum. Við flugum til Minyang borgar sem er um tveggja tíma flugferð frá Peking. Minyang er sex milljóna manna borg sem telst ekki mikið í Kína. Þar í nágrenninu er verið að reisa vatnsorkuver og stíflu sem nota á til framleiðslu á rafmagni og til áveitu. Verkefnið er kallað Wudu verkefnið. Okkur var sagt að nú væru yfir 30 þúsund stíflur í Kína. Verið er að reyna að útvega 1,6 milljarði manna vatn til neyslu, landbúnaðar og einnig til rafmagnsframleiðslu. Þetta er tröllvaxið verkefni og var að heyra að gríðarlegar framkvæmdir þurfi til að allir fái sitt.

Yfirlit yfir stíflu og stöðvarhús í Wudu
Við skoðuðum framkvæmdir í stórum hópi fylgdarmanna og jafnvel ljósmyndara. Ekki veit ég af hverju það var en allar viðtökur voru glæsilegar af hálfu heimamanna.
Vá þetta hefur verið áhugavert ferðalag - þessi forboðna borg hljómar mjög áhugaverð. Og þessi stífla er ekkert smá mikið mannvirki!!! En 37.000 km á 8 dögum hljómar skelfilega - þú hlýtur að vera nokkra daga að ná þér af flugþreytu á eftir.
SvaraEyðaHefur greinilega verið mjög fróðlegt og skemmtilegt.
SvaraEyðaMínar bestu kveðjur.