Horft heim að hótelinu.
Hér láum við með bók á milli þess sem við kældum okkur í sundlauginni.
Kjeld, Elísabet og William að bíða eftir morgunmatnum.
Reynir að kíkja í tölvuna með Kyrrahafið í baksýn. Öldurnar voru kröftugar en sjórinn heitur sem er ólíkt því sem við eigum að venjast við Karabíska hafið.
Í nágrenninu var þessi veitingastaður. Sagan segir að eigandinn sé Þjóðverji með sítt hár og á matseðlinum fáist vínarsnitsel. Ekkert slíkt var þó að sjá á meðan við vorum þarna.
Eins og sjá má er ekki lagt mikið í innréttingar en lengst til vinstri á myndinni sést í tjald þar sem sýnt er beint frá "Champions League" sem er víst einhver fótboltakeppni.
Það var bara tvennt á páskamatseðlinum, annars vegar fiskur sem er kallaður Corvina (borinn fram heill) og hins vegar smokkfiskur.
Í gær héldum við svo heim á leið enda vinna strax í dag, annan í páskum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli