Hér á eftir eru fleiri myndir sem við höfum tekið af trjám á ferðum okkar undanfarið ár. Séð með gestsaugum eru flest trén óvenjuleg en risastór tré í fullum blóma finnast mér alltaf jafn stórkostleg.
Þetta er ein af fyrstu myndunum okkar. Tréð stendur eitt og sér á stórri hæð þannig að við tökum alltaf eftir því þegar við keyrum framhjá.
Fallegt tré í fullum blóma við kirkju í borginni David.

Eucalyptus tré við kaffiplantekru í hlíðunum fyrir ofan Boquete.

Tré með fallegum rauðum blómum.

Þetta tré hef ég séð í kynningarefni um Panama svo ætli það sé ekki dæmigert fyrir landið.
Gult eins og sólin ...
Upp í fjöllunum þrífast furur.

Þetta tré sáum við í Costa Rica. Ef vel er að gáð (smella á mynd) þá má sjá hversu margar aðrar plöntur vaxa á trénu.
Að lokum smá svindl því þetta er ekki tré heldur kaktus! Hann er í garðinum við Hótel Panamonte í Boquete en þar hefur verið hótel í hundrað ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli