
Eftir innihangs laugardagsins ákváðum við í morgun að fara á strönd rauða froskins (Red Frog Beach) en þangað höfum við farið einu sinni áður. Í þetta skipti sáum við froskana sem ströndin heitir eftir. Þeir sem við sáum vorum agnarsmáir, aðeins 2-3 cm.
Á leið okkar niður fjallshlíðina til Almirante rákumst við á þetta letidýr sem var bara ansi sprækt af letidýri að vera. Sýndi okkur listir sínar á meðan við stoppuðum og tókum myndir.

Í Almerante tókum við bátastrætó yfir til Bocas eyju. Það var svolítið hvasst og öldugangur. Ég sat yst og fékk gusurnar yfir mig. Ég var því eins og hundur af sundi eftir sjóferðina. Þornaði þó fljótt aftur en hárgreiðslan var farin fyrir bí þann daginn.
Ströndin er eins og þær gerast bestar. Það var ekki mikil sól í dag en sjórinn volgur og öldurnar stórar. Í fyrri ferð okkar tókum við eftir flækingshundum sem betla mat af strandargestum. Í dag fundu þeir lyktina af samlokunum okkar og settust að hjá okkur. Þessi litli ræfill beið þolinmóður þangað til að samlokurnar voru teknar upp og bita var gaukað að honum.




Á heimleiðinni hafði ég vit á að sitja framarlega og fyrir miðju bátsins ...
Frábært blogg! Frábært efni í bók! :) Gaman að fylgjast með ykkur í þessu ævintýri ykkar. Kær kveðja frá Ruth Bergs frænku :)
SvaraEyðaAlltaf jafn gaman að skoða myndirnar,umhverfið hlýtur að koma manni á óvart hvern dag,,,Takk fyrir mig ..kveðja Sibba/Helgi
SvaraEyða