sunnudagur, 3. janúar 2010

Áramót í Panama

Á gamlársdagskvöld var haldið mikið grillpartý með heilsteiktu svíni og lambi auk meðlætis. Diskótek og sprengingar á eftir. Margir fara heim til Evrópu um jól og áramót en þó nokkur hópur var hérna í vinnubúðunum. Ég hitti grillmeistarann um hádegi á gamlársdag. Það var greinilegt að allt var undir kontról enda náið fylgst með og passað. Kveikt var undir svíninu klukkan fjögur aðfararnótt gamlársdags en lambinu um hádegi.


Grillmeistarinn, Henrik Skov Nielsen, með svínið í bakgrunni og lambið í forgrunni. Svínið var grillað og passað í 14 tíma en lambið í 6 tíma. Þetta er svakalega gott kjöt, sem var úðað með saltlegi og olíuborið af natni.


Hér erum við svo ég og Anna Margrét á leið í partýið. Reyndar óskuðum við hvert öðru gleðilegs árs klukkan 19 þegar nýja árið gekk í garð á Íslandi, þó fimm tímar væru til Panama áramótanna. Við endurtókum bara leikinn fimm tímum síðar.

2 ummæli:

  1. Gleðilegt nýtt ár öllsömul :) Alltaf jafn gaman að lesa hérna. Kær kveðja, Hildur, Helgi og Karen Lind

    SvaraEyða
  2. Elsku Anna, Reynir og Birkir, mínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Ykkar, Ruth

    SvaraEyða