Eftir dagana í Panamaborg hvíldum við okkur í 2-3 daga en sigldum svo til Bocas sem er stærsti bærinn á eyjaklasanum hér út fyrir ströndinni. Eyjarnar eru vinsæll en afslappaður ferðamannastaður því þangað koma einna helst ungir bakpokaferðalangar. Þar dvöldum við í 2 daga og sigldum, leituðum að höfrungum, busluðum í sjónum og snorkluðum.
Fyrri daginn sigldum við yfir á Bastimentos eyju þar sem strönd hins rauða frosks er að finna. Svæðið er friðað og ótrúlega fallegt.

Feðgarnir á leið á Red Frog Beach.
Seinni daginn leigðum við okkur bát með skipstjóra sem sigldi með okkur á milli eyjanna og fræddi okkur um staðhætti og dýralíf. Fyrst fengum við að sjá krossfiska, ígulker, sæbjúgu og ostrur.

Krossfiskur og ostrur á Mangrove tréi en það eru tré sem vaxa í saltvatni.
Fyrri daginn sigldum við yfir á Bastimentos eyju þar sem strönd hins rauða frosks er að finna. Svæðið er friðað og ótrúlega fallegt.

Feðgarnir á leið á Red Frog Beach.
Seinni daginn leigðum við okkur bát með skipstjóra sem sigldi með okkur á milli eyjanna og fræddi okkur um staðhætti og dýralíf. Fyrst fengum við að sjá krossfiska, ígulker, sæbjúgu og ostrur.
Krossfiskur og ostrur á Mangrove tréi en það eru tré sem vaxa í saltvatni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli