fimmtudagur, 28. janúar 2010

Karabíska hafið

Eftir dagana í Panamaborg hvíldum við okkur í 2-3 daga en sigldum svo til Bocas sem er stærsti bærinn á eyjaklasanum hér út fyrir ströndinni. Eyjarnar eru vinsæll en afslappaður ferðamannastaður því þangað koma einna helst ungir bakpokaferðalangar. Þar dvöldum við í 2 daga og sigldum, leituðum að höfrungum, busluðum í sjónum og snorkluðum.

Fyrri daginn sigldum við yfir á Bastimentos eyju þar sem strönd hins rauða frosks er að finna. Svæðið er friðað og ótrúlega fallegt.


Feðgarnir á leið á Red Frog Beach.

Seinni daginn leigðum við okkur bát með skipstjóra sem sigldi með okkur á milli eyjanna og fræddi okkur um staðhætti og dýralíf. Fyrst fengum við að sjá krossfiska, ígulker, sæbjúgu og ostrur.


Krossfiskur og ostrur á Mangrove tréi en það eru tré sem vaxa í saltvatni.


Sunnefu kitlaði því ígulkerið "labbaði" í lófanum.


Síðan lá leiðin í Dolphin Bay þar sem við sáum höfrunga að leik.


Þá gaf skipstjórinn í og setti stefnuna á Zapatillas eyjar sem liggja yst í eyjaklasanum. Eyjarnar eru tvær og algjörlega friðaðar.


Zapatillas þýðir skór en eyjarnar líta út eins og tvö fótspor á landakortinu.


Bassi og Sunnefa komin út í sjó við Zapatillas eyjar.


Lokastoppið var í Coral Cay þar sem bræðurnir syntu meðal litríkra fiska og skoðuðu kóralrif.


Hér er það Bassi sem kíkir á fiskana.


Við Reynir og Sunnefa horfðum á.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli