Við Reynir skruppum til fisksalans í Almirante um daginn sem væri ekki í frásögur færandi nema þar sem ég stóð fyrir utan og beið á meðan fisksalinn hjó humrana okkar í tvennt þá sá ég tvær atvinnuauglýsingar sem vöktu athygli mína. Það var verið að auglýsa eftir fólki til að vinna við manntalið í Panama árið 2010. Málið er mér skylt. Allar siðmenntaðar þjóðir gera manntal á tíu ára fresti. Við Íslendingar erum á undanþágu hér eins og svo oft áður svo við gerum manntal aðeins annað slagið. Síðast árið 1981 (ef ég man rétt). Manntal sem því miður var aldrei gefið út. En ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að
Hagstofan í samstarfi við nokkrar aðrar stofnanir muni gera manntal árið 2011. Rétt er að taka fram að alls ekki allar þjóðir eiga þjóðskrá sem hefur gert Hagstofunni kleift að birta reglulega tölur um mannfjölda.
Það eru tvær skyldar stofnanir sem eru að auglýsa eftir fólki. Önnur auglýsir eftir verkstjórum en hin almennum starfsmönnum. Talsverður munur er á kröfum um kunnáttu og reynslu. Verkstjórar þurfa að hafa reynslu af vinnu við annað hvort manntal eða kosningar og helst hafa haft mannaforráð. Almennir starfsmenn þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa lokið 2. skólastigi. Sameiginlegar kröfur eru hæfni í mannlegum samskiptum, vilji til að vinna um helgar og að lokum þurfa allir sem vilja vinna við manntalið að vera bæði orkumiklir og heilir heilsu.

Auglýsing eftir verkstjórum (tvísmellið til að stækka myndina).

Auglýsing eftir almennum starfsmönnum við manntalið.
Ég er alvarlega að hugsa um að bjóða fram starfskrafta mína sunnudaginn 16. maí nk.
Sæl Anna Margrét,
SvaraEyðagaman að þessu. Bendi deildarstjóra mannfjölda- og manntalsdeildar Hagstofunnar á þetta. Enn hefur ekkert fjármagn fengist til manntals á Íslandi árið 2011 mér vitanlega.
Kveðja,
Ásta Urb.