sunnudagur, 20. september 2009

Skordýr og einn froskur


Við erum enn jafn hissa að sjá stærðina á fiðrildunum hérna en sum þeirra eru stærri en minnstu fuglarnir.


Þetta er víst líka fiðrildi ...


Einmana engispretta

Í húsinu okkar er glerhurð út á verönd. Þessi stóra kónguló var á leið upp gluggapóstinn einn morguninn þegar ég vaknaði. Hún var til allrar hamingju utan á en ég fór hringinn í kringum húsið til að taka myndina.

Í síðustu viku náðum við mynd af þessum litla og sæta froski við grillið okkar. Hann er eitraður og heitir á fagmáli Dendrobates auratus.

1 ummæli:

  1. Þessi kónguló er ekki beint geðsleg! Öll hin dýrin eru krúttleg.

    SvaraEyða