Hér eru hvorki þrestir né starrar, hvað þá lóur og spóar en við sjáum og heyrum í fuglum á hverjum degi. Mikið er um alls konar smáfugla sem eru margir hverjir minni en stærstu pöddurnar. Kólíbrífuglar eru sjaldséðir hér í fjallshlíðinni en algeng sjón á eyjunum hér fyrir utan. Páfagauka og spætur höfum við séð í garðinum og stöku sinnum
Toucan fugla sem eru litskrúðugir með stórt nef. Þeir eru illa fleygir og ferðast sjaldnast einir svo við sjáum þá hoppa saman tvo og tvo á milli trjáa. Mikilfenglegastir eru ernirnir sem leika sér í loftuppstreyminu hér fyrir aftan hús á morgnana. Þeir eru stórir með mikið vænghaf og svífa hljóðlaust um.
Þessa hrægamma keyrðum við fram á um daginn. Þeir voru að gæða sér á dauðri slöngu á miðjum veginum.

Ég stökk út úr bílnum og gekk eins nálægt þeim og ég þorði. Ég var svo upptekin af myndatökunni að ég sá ekki vinina á girðingarstaurunum og hrökk í kút þegar þeir krúnkuðu til hliðar við mig.
Flottur þessi Toucan fugl - enginn smá goggur! :-) Mér finnast hrægammarnir minna mig á hrafnann okkar, alla vega svona úr fjarlægð.
SvaraEyðaJá, þeir eru flottir!
SvaraEyða