Þá er komið að lokum þessa bloggs okkar ferðalanga í Panama. Rúmt ár er síðan við komum hingað út og næstum eins langt síðan við byrjuðum að blogga um líf okkar hér. Nú erum við á leið heim til Íslands í frí en tvö okkar koma út aftur til að dvelja í annað ár. Sá yngsti vill taka síðasta árið í menntaskóla heima.
Frásögunum fer fækkandi eftir því sem við búum hér lengur og lífið fer að ganga sinn vanagang. Það er einna helst skemmtilegt að segja frá ferðalögum en þá er þetta ekki lengur blogg um lífið í Panama.
Með þessum eitt hundraðasta og fjórða pósti kveðjum við og þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem hafa nennt að lesa.
Anna og Reynir
föstudagur, 16. júlí 2010
miðvikudagur, 14. júlí 2010
Síðustu myndirnar úr Kúbuferðinni
Kúba er jafnstór Íslandi en í stað 320 þúsund manns búa þar 11 milljónir. Staðsetning eyjarinnar í karabíska hafinu ásamt gróður- og veðurfari hafa gert hana eftirsótta af ýmsum stórveldum. Landið var því löngum nýlenda og hefur oft barist fyrir sjálfstæði sínu. Kúbumenn halda nöfnum allra sinni frelsishetja á lofti allt frá indíjánahöfðingjanum Hatuey sem brenndur var á báli í uppreisn gegn innrás Spánverja árið 1512.
Ég vona að þetta fallega fólk fái tækifæri til að þróast út úr fátæktinni án þess að missa þennan sjarma sem svo einkennir land og þjóð.
Að lokum eru hér stakar myndir úr ferðalaginu sem mér þykja af einhverri ástæðu skemmtilegar eða áhugaverðar.

Götulistamenn sem við sáum á fyrsta degi.

Algjör skylda er að fara á kabarettsýningu en þær eru óvenjuglæsilegar á Kúbu. Við völdum Cabaret Perisién á hinu fræga Hotel Nacional. Tugir dansara tóku þátt í sýningunni þar sem suðræn sveifla einkenndi söng og dans.

Einn daginn fórum við í dagsferð út fyrir Havana og skoðuðum Viñales dalinn sem er frægur fyrir óvenjulegar klettamyndanir og neðanjarðarhella sem við sigldum í. Það rigndi mikið þennan dag svo myndirnar eru dulúðugar.


Eins var óveðurský á sjóndeildarhringnum þegar við fórum á ströndina en rigningin náði okkur þó aldrei og sólin skein þar sem við lágum.

Ein af götulífsmyndunum okkar. Hér hafa menn pantað sér 1 meter af dökkum bjór (kannski viðskiptahugmynd fyrir framtakssama Íslendinga).

Að lokum "gangandi tré". Ræturnar vaxa niður úr greinum trésins þar sem þær skjóta rótum.
Ég vona að þetta fallega fólk fái tækifæri til að þróast út úr fátæktinni án þess að missa þennan sjarma sem svo einkennir land og þjóð.
Að lokum eru hér stakar myndir úr ferðalaginu sem mér þykja af einhverri ástæðu skemmtilegar eða áhugaverðar.
Götulistamenn sem við sáum á fyrsta degi.
Algjör skylda er að fara á kabarettsýningu en þær eru óvenjuglæsilegar á Kúbu. Við völdum Cabaret Perisién á hinu fræga Hotel Nacional. Tugir dansara tóku þátt í sýningunni þar sem suðræn sveifla einkenndi söng og dans.
Einn daginn fórum við í dagsferð út fyrir Havana og skoðuðum Viñales dalinn sem er frægur fyrir óvenjulegar klettamyndanir og neðanjarðarhella sem við sigldum í. Það rigndi mikið þennan dag svo myndirnar eru dulúðugar.
Eins var óveðurský á sjóndeildarhringnum þegar við fórum á ströndina en rigningin náði okkur þó aldrei og sólin skein þar sem við lágum.
Ein af götulífsmyndunum okkar. Hér hafa menn pantað sér 1 meter af dökkum bjór (kannski viðskiptahugmynd fyrir framtakssama Íslendinga).
Að lokum "gangandi tré". Ræturnar vaxa niður úr greinum trésins þar sem þær skjóta rótum.
þriðjudagur, 13. júlí 2010
Lifi byltingin!
Ég veit ekki hvort byltingin lifir ennþá á Kúbu en ég tók strax eftir áróðrinum sem blasir við. Alls staðar eru myndir af frelsishetjum og byltingarslagorð. Það eru í raun engin önnur auglýsingaskilti nema áróðursskilti sem var skemmtileg tilbreyting fyrir okkur sem erum vön vestrænum auglýsingaskiltum.

Hin fræga mynd af Che Guevara á húsvegg við Byltingartorgið.

"Allt fyrir byltinguna" á fimmtugasta og öðru ári.

"51 ár baráttu og sigurs"

Ekki allur áróður var á skiltum.

Meira að segja við vélina sem pressaði safann úr sykurreyrnum voru orð og mynd hetjunnar.

Skriðdreki fyrir utan forsetahöllina sem nú hýsir byltingarsafnið.

"Háðungarhornið" á byltingarsafninu. Innan um frásagnir og myndir frá byltingunni var að finna bæði blóðug föt og vopn byltingarmanna. Og svo var ekki laust við að það væri léttur áróður í gangi ...
Hin fræga mynd af Che Guevara á húsvegg við Byltingartorgið.
"Allt fyrir byltinguna" á fimmtugasta og öðru ári.
"51 ár baráttu og sigurs"
Ekki allur áróður var á skiltum.
Meira að segja við vélina sem pressaði safann úr sykurreyrnum voru orð og mynd hetjunnar.
Skriðdreki fyrir utan forsetahöllina sem nú hýsir byltingarsafnið.
"Háðungarhornið" á byltingarsafninu. Innan um frásagnir og myndir frá byltingunni var að finna bæði blóðug föt og vopn byltingarmanna. Og svo var ekki laust við að það væri léttur áróður í gangi ...
mánudagur, 12. júlí 2010
Havanavindlar
Ætli Havanavindlar séu ekki frægustu vindlar í heimi. Þeir eru ásamt rommi og sykri ein af aðalframleiðsluvörum Kúbu. Vindlarnir eru allir handgerðir og seldir dýrt. Einn af hápunktum ferðarinnar voru heimsóknir í tvær vindlaverksmiðjur og á bóndabæ þar sem tóbak er ræktað. Því miður var algjörlega bannað að taka myndir inni í verksmiðjunum svo við eigum engar myndir úr vinnslusölunum þar sem vindlarnir eru vafðir, pressaðir, merktir og pakkaðir. Í stærri verksmiðjunni unnu um 250 manns við að vefja vindlana í einum stórum sal. Þeir máttu reykja að vild í vinnunni og taka þrjá vindla með sér heim að loknum vinnudegi. Hver starfsmaður vefur á milli 80-120 vindla á dag, allt eftir stærð og gerð.
Það vakti athygli mína að tónlist hljómaði um salina og flestir sungu við vinnuna. Í minni verksmiðjunni var engin slíkur lúxus en aftur á móti var sérstakur “lesari” en hans hlutverk var að lesa upphátt úr dagblöðum o.fl. hinum starfsmönnunum til skemmtunar.
Meðal frægra Havanavindla má nefna Montecristo, Romeo Y Julieta og Cohiba en þeir síðast nefndu þykja þeir fínustu. Þeir voru upprunalega aðeins gerðir fyrir þjóðhöfðingja og annað forréttindafólk. Castro reykti aðeins Cohiba þangað til hann varð að hætta að reykja af heilsufarsástæðum. Ódýrustu Cohiba vindlarnir kosta um 4 dollara en það er hægt að fá þá upp í 35-40 dollara (um 5.000 krónur).

Þetta hús hýsir eina stærstu og elstu vindlaverksmiðju á Kúbu en hún var opnuð árið 1845 af Spánverjanum Partagas. Í dag vinna þar um 450 manns.

Eitt af þurrkhúsum bóndabæjarins sem við heimsóttum. Bændurnir eiga jörðina en eru skyldugir til að selja ríkinu tóbaksblöðin á fyrirfram ákveðnu verði. Það tekur sex mánuði á ári að rækta tóbakið en hina sex mánuðina mega bændurnir rækta (og selja) það sem þeir vilja. Svona hefur fyrirkomulagið verið síðan jarðirnar voru þjóðnýttar eftir byltunga og afhentar núverandi eigendum /bændum.

Útikamar á bak við þurrkhúsið.

Ung tóbaksjurt.

Annað þurrkhús.

Svona eru blöðin þurrkuð.

Skoðunarferðinni lauk með smá sölusýningu þar sem hægt var að kaupa heimaframleiðslu á góðu verði. Eigandinn stendur fyrir aftan og sýnir hvernig kveikja á í vindlum.
Kúbumenn eru stoltir af vindlunum sínum og reykingar mjög algengar. Allir reyktu alls staðar. Svo fyrir reykingamenn er Kúba sælustaður. Ég tala nú ekki um þá sem finnst romm og kók líka gott.
Það vakti athygli mína að tónlist hljómaði um salina og flestir sungu við vinnuna. Í minni verksmiðjunni var engin slíkur lúxus en aftur á móti var sérstakur “lesari” en hans hlutverk var að lesa upphátt úr dagblöðum o.fl. hinum starfsmönnunum til skemmtunar.
Meðal frægra Havanavindla má nefna Montecristo, Romeo Y Julieta og Cohiba en þeir síðast nefndu þykja þeir fínustu. Þeir voru upprunalega aðeins gerðir fyrir þjóðhöfðingja og annað forréttindafólk. Castro reykti aðeins Cohiba þangað til hann varð að hætta að reykja af heilsufarsástæðum. Ódýrustu Cohiba vindlarnir kosta um 4 dollara en það er hægt að fá þá upp í 35-40 dollara (um 5.000 krónur).
Þetta hús hýsir eina stærstu og elstu vindlaverksmiðju á Kúbu en hún var opnuð árið 1845 af Spánverjanum Partagas. Í dag vinna þar um 450 manns.
Eitt af þurrkhúsum bóndabæjarins sem við heimsóttum. Bændurnir eiga jörðina en eru skyldugir til að selja ríkinu tóbaksblöðin á fyrirfram ákveðnu verði. Það tekur sex mánuði á ári að rækta tóbakið en hina sex mánuðina mega bændurnir rækta (og selja) það sem þeir vilja. Svona hefur fyrirkomulagið verið síðan jarðirnar voru þjóðnýttar eftir byltunga og afhentar núverandi eigendum /bændum.
Útikamar á bak við þurrkhúsið.
Ung tóbaksjurt.
Annað þurrkhús.
Svona eru blöðin þurrkuð.
Skoðunarferðinni lauk með smá sölusýningu þar sem hægt var að kaupa heimaframleiðslu á góðu verði. Eigandinn stendur fyrir aftan og sýnir hvernig kveikja á í vindlum.
Kúbumenn eru stoltir af vindlunum sínum og reykingar mjög algengar. Allir reyktu alls staðar. Svo fyrir reykingamenn er Kúba sælustaður. Ég tala nú ekki um þá sem finnst romm og kók líka gott.
miðvikudagur, 7. júlí 2010
Hinsta hvíldin
Einn kollegi okkar hér í Panama mælti með því að við leituðum uppi kirkjugarð til að skoða á Kúbu. Ég lokkaði því Reyni með mér einn morguninn (Birkir svaf á sínu græna eyra) til að skoða Necrópolis Cristóbal Colón (Kristófer Kólumbus kirkjugarðinn). Í Lonely Planet bókinni um Kúbu segir að kirkjugarðurinn hafi verið lýstur þjóðargersemi árið 1987 og sé heillandi minnisvarði um menningu og sögu liðinnar tíðar. Garðurinn var opnaður 1875 og kostaði fermeterinn 30 gullpeninga en slíkar fjárhæðir var aðeins á færi hinna efnameiru að reiða fram. Slík gjaldtaka var auðvitað lögð af í kjölfar byltingarinnar árið 1959.

Norðurhlið kirkjugarðsins er risastórt og glæsilegt.
Frægasta gröf kirkjugarðsins er vafalaust gröf La Milagrosa (kraftaverkakonunnar) en í henni liggur kona sem dó af barnsförum árið 1901. Eiginmaður hennar syrgði hana sárt og heimsótti gröf hennar oft á dag í mörg ár. Í hvert sinn bankaði hann í kistuna og gekk svo aftur á bak frá gröfinni svo hann gæti horft á hana sem lengst. Mörgum árum seinna þegar gröfin var opnuð lá líkið ennþá heillegt í kistunni. Það þykir bera merki um heilagleika í kaþólskri trú auk þess sem barnið lá nú í fangi móður sinnar en átti upprunalega að hafa verið lagt til fóta í kistuna. Upp frá þessu hefur fólk streymt að gröfinni svo þúsundum skiptir þar sem það biður, bankar í kistuna og gengur síðan aftur á bak frá gröfinni líkt og hinn syrgjandi eiginmaður gerði fyrir meira en hundrað árum.

Það eru margir sem leita á náðir La Milagrosa með von um hjálp í lífsins þrautum.

Fjölskyldugrafreitirnir voru margir hverjir hrein listaverk.

Einn af starfsmönnum kirkjugarðsins benti Reyni að koma með sér inn í þetta grafhýsi þar sem hann sýndi honum lærlegg! Ég var svo heppin að missa af þessu – var upptekin við að taka myndir.

Fallegt.

Minnismerki slökkviliðsmanna reis hátt til himins.

Okkur þótti skrítið að sjá grafreiti fyrir hin ýmsu félög og starfsmenn fyrirtækja. Hér er til dæmis grafreitur starfsmanna General Electric á Kúbu.

Frímúrarnir áttu auðvitað sinn grafreit.

Gröf Ibrahim Ferrer sem var í hinni yndislegu hljómsveit Buena Vista Social Club.

Minnismerkin voru ólík að gerð og útliti. Þetta var reist árið 1982 til heiðurs byltingarmönnum sem féllu í árás á forsetahöllina hinn 13. mars 1957.

Hitinn var um 35 gráður svo gott var að setjast annað slagið, hvíla lúin bein og njóta fegurðarinnar.
Norðurhlið kirkjugarðsins er risastórt og glæsilegt.
Frægasta gröf kirkjugarðsins er vafalaust gröf La Milagrosa (kraftaverkakonunnar) en í henni liggur kona sem dó af barnsförum árið 1901. Eiginmaður hennar syrgði hana sárt og heimsótti gröf hennar oft á dag í mörg ár. Í hvert sinn bankaði hann í kistuna og gekk svo aftur á bak frá gröfinni svo hann gæti horft á hana sem lengst. Mörgum árum seinna þegar gröfin var opnuð lá líkið ennþá heillegt í kistunni. Það þykir bera merki um heilagleika í kaþólskri trú auk þess sem barnið lá nú í fangi móður sinnar en átti upprunalega að hafa verið lagt til fóta í kistuna. Upp frá þessu hefur fólk streymt að gröfinni svo þúsundum skiptir þar sem það biður, bankar í kistuna og gengur síðan aftur á bak frá gröfinni líkt og hinn syrgjandi eiginmaður gerði fyrir meira en hundrað árum.
Það eru margir sem leita á náðir La Milagrosa með von um hjálp í lífsins þrautum.
Fjölskyldugrafreitirnir voru margir hverjir hrein listaverk.
Einn af starfsmönnum kirkjugarðsins benti Reyni að koma með sér inn í þetta grafhýsi þar sem hann sýndi honum lærlegg! Ég var svo heppin að missa af þessu – var upptekin við að taka myndir.
Fallegt.
Minnismerki slökkviliðsmanna reis hátt til himins.
Okkur þótti skrítið að sjá grafreiti fyrir hin ýmsu félög og starfsmenn fyrirtækja. Hér er til dæmis grafreitur starfsmanna General Electric á Kúbu.
Frímúrarnir áttu auðvitað sinn grafreit.
Gröf Ibrahim Ferrer sem var í hinni yndislegu hljómsveit Buena Vista Social Club.
Minnismerkin voru ólík að gerð og útliti. Þetta var reist árið 1982 til heiðurs byltingarmönnum sem féllu í árás á forsetahöllina hinn 13. mars 1957.
Hitinn var um 35 gráður svo gott var að setjast annað slagið, hvíla lúin bein og njóta fegurðarinnar.
þriðjudagur, 6. júlí 2010
Götumyndir frá Havana
Við gengum heilu dagana um götur Havana og dáðumst að gömlum byggingum og fylgdumst með mannlífinu. Mikilfenglegustu byggingarnar voru byggðar á mektartímum Kúbu eftir fyrri heimstyrjöldina. Þá var sykurverð í hámarki og Kúba aðalsykurframleiðandi heimsins. Tímabilið hefur verið kallað "milljónadansinn" þar sem engin takmörk virtust vera á ríkidæminu á þessum árum.
Mörg falleg torg eru í gömlu miðborginni og yndisleg hús frá nýlendutímanum. Því miður eru þau mörg illa farin en ljótari eru þó byggingarnar sem byggðar voru árin eftir byltinguna í ekta sovéskum stíl (ég gleymdi alveg að taka myndir af þeim).

Ég að hvíla lúin bein á Gamla torgi (Plaza Vieja).

Falleg hús við Torg heilags Frans af Assisi (Plaza de San Francisco de Asis).

Göturnar eru þröngar í gamla miðbænum.

Þvottur til þerris á efri hæð húss í gamla bænum. Ég sá skúringarvatn gossa niður af svona svölum oftar en einu sinni.

Inngangurinn í sama hús.

Hér glittir í gamla þinghúsið (Capitolio Nacional). Það er næstum eins og þinghúsið í Washington - bara aðeins stærra og flottara.

Húsið var byggt á mektartímunum á þriðja áratug síðustu aldar og kostaði 17 milljónir USD. Það tók 5000 manns 3 ár, tvo mánuði og 20 daga að byggja það. Síðan byltingin var gerð hefur það hýst kúbönsku vísindaakademíuna og tilheyrandi bókasafn.

Gamla járnbrautarstöðin.

Arabískra áhrifa gætir í Palacio de las Ursulinas sem byggt var árið 1912.

Stóra leikhúsið (Gran Teatro de La Habana) ber nafn með rentu því það tekur 2000 manns í sæti.

Götuhorn.

Slökkviliðstöð og Baccardi byggingin til hægri. Byggingu hennar lauk árið 1929 en hún er byggð í art-deco stíl. Baccardi romm var upprunalega frá Kúbu en fyrirtækið flutti úr landi eftir byltinguna en byggingin varð eftir.

Lögreglustöðin í uppgerðum hluti veggsins sem var byggður umhverfis Havana á 17. öld. Borgarveggurinn var 5 km langur, 1,5 m þykkur og 10 m hár. Aðeins var hægt að komast inn í borgina inn um eitt af 11 hliðum veggsins sem var lokað á hverju kvöldi.

Að lokum fagurlituð hús við strandgötuna.
Mörg falleg torg eru í gömlu miðborginni og yndisleg hús frá nýlendutímanum. Því miður eru þau mörg illa farin en ljótari eru þó byggingarnar sem byggðar voru árin eftir byltinguna í ekta sovéskum stíl (ég gleymdi alveg að taka myndir af þeim).
Ég að hvíla lúin bein á Gamla torgi (Plaza Vieja).
Falleg hús við Torg heilags Frans af Assisi (Plaza de San Francisco de Asis).
Göturnar eru þröngar í gamla miðbænum.
Þvottur til þerris á efri hæð húss í gamla bænum. Ég sá skúringarvatn gossa niður af svona svölum oftar en einu sinni.
Inngangurinn í sama hús.
Hér glittir í gamla þinghúsið (Capitolio Nacional). Það er næstum eins og þinghúsið í Washington - bara aðeins stærra og flottara.
Húsið var byggt á mektartímunum á þriðja áratug síðustu aldar og kostaði 17 milljónir USD. Það tók 5000 manns 3 ár, tvo mánuði og 20 daga að byggja það. Síðan byltingin var gerð hefur það hýst kúbönsku vísindaakademíuna og tilheyrandi bókasafn.
Gamla járnbrautarstöðin.
Arabískra áhrifa gætir í Palacio de las Ursulinas sem byggt var árið 1912.
Stóra leikhúsið (Gran Teatro de La Habana) ber nafn með rentu því það tekur 2000 manns í sæti.
Götuhorn.
Slökkviliðstöð og Baccardi byggingin til hægri. Byggingu hennar lauk árið 1929 en hún er byggð í art-deco stíl. Baccardi romm var upprunalega frá Kúbu en fyrirtækið flutti úr landi eftir byltinguna en byggingin varð eftir.
Lögreglustöðin í uppgerðum hluti veggsins sem var byggður umhverfis Havana á 17. öld. Borgarveggurinn var 5 km langur, 1,5 m þykkur og 10 m hár. Aðeins var hægt að komast inn í borgina inn um eitt af 11 hliðum veggsins sem var lokað á hverju kvöldi.
Að lokum fagurlituð hús við strandgötuna.
föstudagur, 2. júlí 2010
Drossíur
Gárungarnir segja að það séu til fleiri bandarískir fornbílar á Kúbu en í sjálfum Bandaríkjunum. Ég gæti trúað að það sé rétt því þeir eru stór partur af götumyndinni í Havana. Þeir eru ekki allir í jafn góðu ásigkomulagi en sumir eru sannkallaðar glæsikerrur. Við leigðum okkur eina slíka í hálfan dag ásamt bílstjóra og leiðsögumanni. Við skemmtum okkur vel við að keyra um borgina þrátt fyrir „smá“ vankanta eins og að þurfa hjálp við að opna hurðir og glugga (skrúflykil fyrir það síðar nefnda). Við komumst líka í létta vímu vegna bensínstybbunnar og leiðsögumaðurinn þurfti að kalla úr framsætinu svo við heyrðum í honum vegna hávaðans í vélinni. En drossían var fallega gul og bílstjórinn í skyrtu í stíl :-)

Guli Dodginn ásamt bílstjóra.

Einn rauður og sætur.

Það eru níu mismunandi litir á númeraplötunum á bílunum en litirnir segja til um hverjir eiga bílana. Bíll með gula númeraplötu er í einkaeigu, ljósblá er í eigu ríkisins, dökkgræn hersins o.s.frv. Þegar olíuskorturinn var sem mestur eftir hrun Sovétríkjanna eftir 1990 þá var skylda að stoppa og taka puttalanga upp í ef þú varst á bíl í eigu ríkisins.

Skínandi svartur.

Einn af þeim flottari.

Það var stíll yfir þessum.

Austur evrópskir bílar í röðum.

Þrjú vinsælustu farartæki ferðamanna.

Og svo auðvitað hestvagninn.
Bílarnir voru sem sagt í mjög misjöfnu ásigkomulagi og stundum var maður þeirri stund fegnastur að komast á leiðarenda. Það tókst næstum alltaf. Eitt kvöldið sprakk á dekki leigubíls sem við vorum í og bílstjórinn stoppaði á miðjum gatnamótum og reyndi að skipta um dekk. Reynir sá þó fljótlega að það var borin von að bílstjórinn gæti sett sköllótt varadekkið undir því boltarnir skröltu í gengjunum svo dekkið var laust undir bílnum. Við gengum því af stað og náðum fljótlega í annan leigubíl sem kom okkur heilu og höldnu heim á hótel.

Það var klassi yfir þessum leigubíl. Hurðirnar opnuðust á móti hvor annarri eins og í bresku leigubílunum.

Og hann var flottur að innan líka.
Guli Dodginn ásamt bílstjóra.
Einn rauður og sætur.
Það eru níu mismunandi litir á númeraplötunum á bílunum en litirnir segja til um hverjir eiga bílana. Bíll með gula númeraplötu er í einkaeigu, ljósblá er í eigu ríkisins, dökkgræn hersins o.s.frv. Þegar olíuskorturinn var sem mestur eftir hrun Sovétríkjanna eftir 1990 þá var skylda að stoppa og taka puttalanga upp í ef þú varst á bíl í eigu ríkisins.
Skínandi svartur.
Einn af þeim flottari.
Það var stíll yfir þessum.
Austur evrópskir bílar í röðum.
Þrjú vinsælustu farartæki ferðamanna.
Og svo auðvitað hestvagninn.
Bílarnir voru sem sagt í mjög misjöfnu ásigkomulagi og stundum var maður þeirri stund fegnastur að komast á leiðarenda. Það tókst næstum alltaf. Eitt kvöldið sprakk á dekki leigubíls sem við vorum í og bílstjórinn stoppaði á miðjum gatnamótum og reyndi að skipta um dekk. Reynir sá þó fljótlega að það var borin von að bílstjórinn gæti sett sköllótt varadekkið undir því boltarnir skröltu í gengjunum svo dekkið var laust undir bílnum. Við gengum því af stað og náðum fljótlega í annan leigubíl sem kom okkur heilu og höldnu heim á hótel.
Það var klassi yfir þessum leigubíl. Hurðirnar opnuðust á móti hvor annarri eins og í bresku leigubílunum.
Og hann var flottur að innan líka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)