miðvikudagur, 14. júlí 2010

Síðustu myndirnar úr Kúbuferðinni

Kúba er jafnstór Íslandi en í stað 320 þúsund manns búa þar 11 milljónir. Staðsetning eyjarinnar í karabíska hafinu ásamt gróður- og veðurfari hafa gert hana eftirsótta af ýmsum stórveldum. Landið var því löngum nýlenda og hefur oft barist fyrir sjálfstæði sínu. Kúbumenn halda nöfnum allra sinni frelsishetja á lofti allt frá indíjánahöfðingjanum Hatuey sem brenndur var á báli í uppreisn gegn innrás Spánverja árið 1512.

Ég vona að þetta fallega fólk fái tækifæri til að þróast út úr fátæktinni án þess að missa þennan sjarma sem svo einkennir land og þjóð.

Að lokum eru hér stakar myndir úr ferðalaginu sem mér þykja af einhverri ástæðu skemmtilegar eða áhugaverðar.


Götulistamenn sem við sáum á fyrsta degi.


Algjör skylda er að fara á kabarettsýningu en þær eru óvenjuglæsilegar á Kúbu. Við völdum Cabaret Perisién á hinu fræga Hotel Nacional. Tugir dansara tóku þátt í sýningunni þar sem suðræn sveifla einkenndi söng og dans.


Einn daginn fórum við í dagsferð út fyrir Havana og skoðuðum Viñales dalinn sem er frægur fyrir óvenjulegar klettamyndanir og neðanjarðarhella sem við sigldum í. Það rigndi mikið þennan dag svo myndirnar eru dulúðugar.




Eins var óveðurský á sjóndeildarhringnum þegar við fórum á ströndina en rigningin náði okkur þó aldrei og sólin skein þar sem við lágum.


Ein af götulífsmyndunum okkar. Hér hafa menn pantað sér 1 meter af dökkum bjór (kannski viðskiptahugmynd fyrir framtakssama Íslendinga).


Að lokum "gangandi tré". Ræturnar vaxa niður úr greinum trésins þar sem þær skjóta rótum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli