Guli Dodginn ásamt bílstjóra.
Einn rauður og sætur.
Það eru níu mismunandi litir á númeraplötunum á bílunum en litirnir segja til um hverjir eiga bílana. Bíll með gula númeraplötu er í einkaeigu, ljósblá er í eigu ríkisins, dökkgræn hersins o.s.frv. Þegar olíuskorturinn var sem mestur eftir hrun Sovétríkjanna eftir 1990 þá var skylda að stoppa og taka puttalanga upp í ef þú varst á bíl í eigu ríkisins.
Skínandi svartur.
Einn af þeim flottari.
Það var stíll yfir þessum.
Austur evrópskir bílar í röðum.
Þrjú vinsælustu farartæki ferðamanna.
Og svo auðvitað hestvagninn.
Bílarnir voru sem sagt í mjög misjöfnu ásigkomulagi og stundum var maður þeirri stund fegnastur að komast á leiðarenda. Það tókst næstum alltaf. Eitt kvöldið sprakk á dekki leigubíls sem við vorum í og bílstjórinn stoppaði á miðjum gatnamótum og reyndi að skipta um dekk. Reynir sá þó fljótlega að það var borin von að bílstjórinn gæti sett sköllótt varadekkið undir því boltarnir skröltu í gengjunum svo dekkið var laust undir bílnum. Við gengum því af stað og náðum fljótlega í annan leigubíl sem kom okkur heilu og höldnu heim á hótel.
Það var klassi yfir þessum leigubíl. Hurðirnar opnuðust á móti hvor annarri eins og í bresku leigubílunum.
Og hann var flottur að innan líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli