Norðurhlið kirkjugarðsins er risastórt og glæsilegt.
Frægasta gröf kirkjugarðsins er vafalaust gröf La Milagrosa (kraftaverkakonunnar) en í henni liggur kona sem dó af barnsförum árið 1901. Eiginmaður hennar syrgði hana sárt og heimsótti gröf hennar oft á dag í mörg ár. Í hvert sinn bankaði hann í kistuna og gekk svo aftur á bak frá gröfinni svo hann gæti horft á hana sem lengst. Mörgum árum seinna þegar gröfin var opnuð lá líkið ennþá heillegt í kistunni. Það þykir bera merki um heilagleika í kaþólskri trú auk þess sem barnið lá nú í fangi móður sinnar en átti upprunalega að hafa verið lagt til fóta í kistuna. Upp frá þessu hefur fólk streymt að gröfinni svo þúsundum skiptir þar sem það biður, bankar í kistuna og gengur síðan aftur á bak frá gröfinni líkt og hinn syrgjandi eiginmaður gerði fyrir meira en hundrað árum.
Það eru margir sem leita á náðir La Milagrosa með von um hjálp í lífsins þrautum.
Fjölskyldugrafreitirnir voru margir hverjir hrein listaverk.
Einn af starfsmönnum kirkjugarðsins benti Reyni að koma með sér inn í þetta grafhýsi þar sem hann sýndi honum lærlegg! Ég var svo heppin að missa af þessu – var upptekin við að taka myndir.
Fallegt.
Minnismerki slökkviliðsmanna reis hátt til himins.
Okkur þótti skrítið að sjá grafreiti fyrir hin ýmsu félög og starfsmenn fyrirtækja. Hér er til dæmis grafreitur starfsmanna General Electric á Kúbu.
Frímúrarnir áttu auðvitað sinn grafreit.
Gröf Ibrahim Ferrer sem var í hinni yndislegu hljómsveit Buena Vista Social Club.
Minnismerkin voru ólík að gerð og útliti. Þetta var reist árið 1982 til heiðurs byltingarmönnum sem féllu í árás á forsetahöllina hinn 13. mars 1957.
Hitinn var um 35 gráður svo gott var að setjast annað slagið, hvíla lúin bein og njóta fegurðarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli