Mörg falleg torg eru í gömlu miðborginni og yndisleg hús frá nýlendutímanum. Því miður eru þau mörg illa farin en ljótari eru þó byggingarnar sem byggðar voru árin eftir byltinguna í ekta sovéskum stíl (ég gleymdi alveg að taka myndir af þeim).
Ég að hvíla lúin bein á Gamla torgi (Plaza Vieja).
Falleg hús við Torg heilags Frans af Assisi (Plaza de San Francisco de Asis).
Göturnar eru þröngar í gamla miðbænum.
Þvottur til þerris á efri hæð húss í gamla bænum. Ég sá skúringarvatn gossa niður af svona svölum oftar en einu sinni.
Inngangurinn í sama hús.
Hér glittir í gamla þinghúsið (Capitolio Nacional). Það er næstum eins og þinghúsið í Washington - bara aðeins stærra og flottara.
Húsið var byggt á mektartímunum á þriðja áratug síðustu aldar og kostaði 17 milljónir USD. Það tók 5000 manns 3 ár, tvo mánuði og 20 daga að byggja það. Síðan byltingin var gerð hefur það hýst kúbönsku vísindaakademíuna og tilheyrandi bókasafn.
Gamla járnbrautarstöðin.
Arabískra áhrifa gætir í Palacio de las Ursulinas sem byggt var árið 1912.
Stóra leikhúsið (Gran Teatro de La Habana) ber nafn með rentu því það tekur 2000 manns í sæti.
Götuhorn.
Slökkviliðstöð og Baccardi byggingin til hægri. Byggingu hennar lauk árið 1929 en hún er byggð í art-deco stíl. Baccardi romm var upprunalega frá Kúbu en fyrirtækið flutti úr landi eftir byltinguna en byggingin varð eftir.
Lögreglustöðin í uppgerðum hluti veggsins sem var byggður umhverfis Havana á 17. öld. Borgarveggurinn var 5 km langur, 1,5 m þykkur og 10 m hár. Aðeins var hægt að komast inn í borgina inn um eitt af 11 hliðum veggsins sem var lokað á hverju kvöldi.
Að lokum fagurlituð hús við strandgötuna.
Hæhæ, það er orðið þónokkuð síðan ég kíkti hér inn. En það er alltaf jafn gaman að fylgjast með ferðum ykkar. Nú hef ég setið hér og skemmt mér konunglega á blogginu ykkar í amk klukkustund, svo mér fannst ekki annað hægt en að þakka fyrir skemmtunina :D
SvaraEyðaHér er rigning í dag, eins og reyndar alla síðustu viku og spáin er eins fyrir næstu viku. Sumarleikarnir eru þó ekki fyrr en síðustu vikuna í júlí svo ég vona að veðrið verði okkur hliðhollara þá. Vel á minnst, þá frétti ég að von væri á ykkur í sumarfrí á frónið. Það verður meiriháttar að hitta ykkur á sumarleikunum :D
Eina sumarfríið sem við höfum planað er 5 daga tónleikaferð til Stokkhólms í byrjun ágúst. Það ætlum við að sjá Leonard Cohen á tónleikum :D
Bestu kveðjur,
Linda
ps. ég hef öðlast djúpa virðingu fyrir bönunum :D
Takk fyrir að lesa - það er alltaf gaman að vita að einhver nennir því :-)
SvaraEyðaÉg hlakka til að sjá ykkur á sumarleikunum! Veðrið hefur yfirleitt alltaf verið gott svo ég vona að svo verði líka í ár.
Leonard Cohen er mega góður - hann verður því miður ekki með neina tónleika hér í grennd :-(
Sjáumst :-)
Anna