Stórborgin Panama. Háhýsin eru áberandi en mest sjarmerandi borgarhlutinn er gamla franska hverfið Casco Viejo með sínum gömlu húsum í kolonískum stíl.

Hér er eitt þeirra en það eyðilagðist í innrás Bandaríkjamanna árið 1989. Húsið var klúbbhús yfirmanna hersins og hér sat einræðisherrann Manuel Noriega oft með vinum sínum.

Sætar stelpur í þjóðbúningum. Myndin er tekin á Hótel El Panama.

Í borginni er að finna marga afbragsgóða veitingastaði. Hér er kokkurinn að elda fyrir framan okkur á japanska veitingastaðnum Ginza.

Nokkrum dögum seinna mættum við þessum á siglingu okkar í karabíska hafinu.

Í höfrungaflóa.

Uppáhaldsstrákarnir mínir.

Bassi að pósa í blómagarðinum Mi jardin es su jardin í Boquete.

Þetta var ást við fyrstu sýn. Við héldum fyrst að þessi stóra "kisa" í dýraathvarfinu í Boquete hefði verið að urra á okkur en föttuðum síðan að hún var aðeins að mala og vildi láta klappa sér. Birkir strauk henni í gegnum netið og tilkynnti síðan að hann ætlaði að fá sér svona kött "þegar hann yrði stór".

Bassi að stríða litlu sætu Tamarin öpunum.
Æðislegar myndir! Ég er ekki hissa á að þetta séu uppáhaldsstrákarnir þínir, bara flottir!
SvaraEyðaRosalega skil ég Birki vel, ég myndi líka vilja eiga svona sæta "kisu", á reyndar hálfgert tígrisdýr :) þannig að ég læt það nægja í bili.
Bestu kveðjur,
Ruth.