sunnudagur, 7. febrúar 2010

Svipmyndir

Á ferðalögum okkar í janúar tókum við fleiri hundruð myndir og því oft erfitt að velja úr til að setja hér út á bloggið. Eftirfarandi svipmyndir valdi ég vegna þess að mér fannst þær góðar, athyglisverðar eða bara skemmtilegar.


Stórborgin Panama. Háhýsin eru áberandi en mest sjarmerandi borgarhlutinn er gamla franska hverfið Casco Viejo með sínum gömlu húsum í kolonískum stíl.


Hér er eitt þeirra en það eyðilagðist í innrás Bandaríkjamanna árið 1989. Húsið var klúbbhús yfirmanna hersins og hér sat einræðisherrann Manuel Noriega oft með vinum sínum.


Sætar stelpur í þjóðbúningum. Myndin er tekin á Hótel El Panama.


Í borginni er að finna marga afbragsgóða veitingastaði. Hér er kokkurinn að elda fyrir framan okkur á japanska veitingastaðnum Ginza.


Nokkrum dögum seinna mættum við þessum á siglingu okkar í karabíska hafinu.


Í höfrungaflóa.


Uppáhaldsstrákarnir mínir.


Bassi að pósa í blómagarðinum Mi jardin es su jardin í Boquete.


Þetta var ást við fyrstu sýn. Við héldum fyrst að þessi stóra "kisa" í dýraathvarfinu í Boquete hefði verið að urra á okkur en föttuðum síðan að hún var aðeins að mala og vildi láta klappa sér. Birkir strauk henni í gegnum netið og tilkynnti síðan að hann ætlaði að fá sér svona kött "þegar hann yrði stór".


Bassi að stríða litlu sætu Tamarin öpunum.

1 ummæli:

  1. Æðislegar myndir! Ég er ekki hissa á að þetta séu uppáhaldsstrákarnir þínir, bara flottir!
    Rosalega skil ég Birki vel, ég myndi líka vilja eiga svona sæta "kisu", á reyndar hálfgert tígrisdýr :) þannig að ég læt það nægja í bili.
    Bestu kveðjur,
    Ruth.

    SvaraEyða