föstudagur, 28. ágúst 2009

Hjáveitan

Næstkomandi mánudag veitum við Changuinola fljótinu í hjáveitu á meðan á stíflubyggingu stendur í 12 mánuði frá desember í ár. Hjáveita er bráðabirgðarfarvegur á meðan stíflað er. Á mánudaginn klukkan eitt verður haftið fyrir miðri mynd (hægra megin við steypta garðinn) sprengt með fimm sprengingum og fljótið breytir um farveg á stuttum kafla.


Copyright: Wilson Cruz (sem vinnur við gæðastjórnun en er frábær ljósmyndari)

Við þurfum grið á verktíma og þess vegna veitum við fljótinu í hjáveitu á meðan við byggjum stífluna. Þegar stífluframkvæmdum lýkur er lokað fyrir hjáveituna og vatnssöfnun hefst.


Steypustöðin sem notuð verður við stíflugerðina - eins og sjá má (að næturlagi) - mikið mannvirki

Engin ummæli:

Skrifa ummæli