Við, gamla settið, héldum okkur heima við þessa helgi. Birkir fór til Bocas með 8 öðrum ungmennum á föstudaginn og kom sæll og glaður heim í dag. Ungmennin eru Danir og Svíar sem eru rétt skriðnir úr háskóla og vinna sem praktíkantar í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins.
Vinnan er alltaf eitthvað að þvælast fyrir okkur svo fyrri part laugardagsins eyddum við á skrifstofunni. Seinni partinn tók garðvinnan við. Reynir olíubar girðinguna og ég potaðist í jörðinni. Við gróðursetum nýjar plöntur fyrir framan hús þar sem hinar fyrri höfðu drukknað. Slakinn hér fyrir ofan hús er frekar eyðimerkurlegur. Við létum því gera holur í hann um daginn og gróðursettum í holurnar plöntu sem breiðir úr sér eins og arfi. Vonumst til að veggurinn verði grænn með tímanum. Eini ókosturinn við að vera svona úti fram undir sólarlag eru moskítóbitin. Við sjáum aldrei kvikindin sjálf heldur finnum aðeins fyrir óþægindunum sem fylgja bitunum. Við fengum eitthvað smyrsli með möndlulykt frá Garcia lækni um daginn en það dugar skammt gegn kláðanum.
Vinnan er alltaf eitthvað að þvælast fyrir okkur svo fyrri part laugardagsins eyddum við á skrifstofunni. Seinni partinn tók garðvinnan við. Reynir olíubar girðinguna og ég potaðist í jörðinni. Við gróðursetum nýjar plöntur fyrir framan hús þar sem hinar fyrri höfðu drukknað. Slakinn hér fyrir ofan hús er frekar eyðimerkurlegur. Við létum því gera holur í hann um daginn og gróðursettum í holurnar plöntu sem breiðir úr sér eins og arfi. Vonumst til að veggurinn verði grænn með tímanum. Eini ókosturinn við að vera svona úti fram undir sólarlag eru moskítóbitin. Við sjáum aldrei kvikindin sjálf heldur finnum aðeins fyrir óþægindunum sem fylgja bitunum. Við fengum eitthvað smyrsli með möndlulykt frá Garcia lækni um daginn en það dugar skammt gegn kláðanum.
Fyrsta blómið í nýju beði í garðinum
Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur, engin rigning aldrei þessu vant. Deginum var því eytt við sundlaugina. Smá lestur, smá dorm, smá sund, smá Canada Dry og svo framvegis ...
Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til hollenskra hjóna sem hafa verið hér síðan haustið 2007. Þau hafa unnið að ýmsum verkefnum víðs vegar um heiminn í mörg ár. Þetta virðist verða lífsstíll fyrir marga. Alla vega eru hér margir sem ekki hafa búið í heimalandi sínu í mörg ár, jafnvel áratugi. En við stefnum á að koma heim aftur næsta sumar, ennþá ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli