

Á leið okkar rákumst við á þetta hótel sem er víst svona lúxushótel fyrir nýgifta, alla vega er lítið við að vera nema að synda og njóta útsýnisins af veröndinni.
Eftir síðbúinn hádegismat á Bocas del Drago sigldum við tilbaka í átt að bænum Bocas.
Strandlengjan
Í Bocas tilheyrir að koma við í „Super Gourmet“ sem selur lúxusvörur fyrir Vesturlandabúa. Í þetta skipti keyptum við Bearnaise sósu í bréfi, Digestive kex og hvítt súkkulaði ... mmmm.
Í gönguferð um bæinn sáum við þennan kólíbrífugl sem var að gæða sér á blómasafa. Vængir fuglsins sjást varla á myndinni vegna þess hversu ört hann blakar þeim.
Í gönguferð um bæinn sáum við þennan kólíbrífugl sem var að gæða sér á blómasafa. Vængir fuglsins sjást varla á myndinni vegna þess hversu ört hann blakar þeim.
Eins og veðrið hafði verið gott á laugardaginn var það leiðinlegt á sunnudaginn. Það byrjaði að rigna um tíuleytið og rigndi af og til allan daginn. Öllum frekari siglingum var því frestað og flestir héldu af stað heim. Ég var hins vegar búin að taka eftir auglýsingaskilti um nudd fyrir utan köfunarskóla við strandgötuna. Húsnæðið er samnýtt, köfunarskóli á neðri hæðinni með bátahöfn baka til og nuddstofa á efri hæðinni. Og þvílíkt nudd, ég get alveg mælt með hinni ensku Georginu sem tók mig í afslappandi bak-, háls- og höfuðnudd.
Ég væri alveg til í eitt svona sumarhús út í sjó!
SvaraEyðaGreinilega voða fallegt þarna í Bocas - hefði alveg vilja eyða minni Verslunarmannahelgi þar :-)
SvaraEyðaHljómar vel - kannski við Hildur ættum að leigja eina svona svítu í honeymoninu okkar!
SvaraEyða>Takk fyrir frábært blogg
kv. Helgi og Hildur