miðvikudagur, 11. nóvember 2009

Friðarfossagarðarnir

La Paz Waterfall Gardens eru norðaustan megin við Poás Volcano National Park. Þar sem garðarnir eru í 1.500 m hæð yfir sjávarmáli rignir mikið og gróðurinn einkennist af því.


Birkir við einn af mörgum fossum í Friðaránni.


Vatnsúðinn náði til okkar þar sem við stóðum á útsýnisbrúnni.


Gróðurinn var einkar fjölskrúðugur.


Eru þessar plöntur ekki kjötætur?

Í görðunum og garðhýsunum voru fuglar, apar, letidýr, fiðrildi, slöngur, froskar og kattardýr.


Þessi fugl sýndi okkur stórkostlegt vænghafið.


Það tók 5 tilraunir að ná kólíbrífugli á mynd!


Auðveldar var að ná letidýrinu á mynd. Sjaldgæft er að sjá þau hreyfa sig en þau klifra víst bara einu sinni í viku niður úr tránum til að gera þarfir sínar.

Að lokum nokkrar myndir úr fiðrildahúsinu. Þar var krökkt af fiðrildum svo við þurftum virkilega að passa okkur að stíga ekki á þau.







Engin ummæli:

Skrifa ummæli