Við sjáum og heyrum margskonar skrautlega fugla hér í Mið Ameríku. Ein tegundin sem er bæði falleg og áberandi eru svonefndir Toucan fuglar, eða á spænsku Quioro. Þetta eru nokkuð stórir fuglar og afskaplega litskrúðugir á kroppinn og gogginn. Þessir fuglar eru svona einkennisfuglar svæðisins og til dæmis heitir klúbburinn hérna í campnum “The Toucan Club”. Á ferð okkar til Costa Rica nýlega fórum við m.a. í fuglahús og komumst mjög nærri Toucan fuglunum inni í búri þeirra.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhRAQE-kKnN_-3RtwFlE4Hc7KdC-obLbs8iGCUop3k0AZZXxMnhDLk7dwZVwr1BktZPE0IzzfhWRiSHNoX2MPJ5G6WQ3ufhR-ZARW2Bw1FI-q4WCvssHq4awsmvxA7wM5SJnX-QoYIuinzu/s400/Picture+094.jpg)
Toucan fugl á priki
Toucan fuglar eru útbreiddir og finnast allt frá Hondúras til Columbíu, frá sjávarmáli og upp í 1850 metra hæð. Toucan fuglarnir eru staðbundnir. Þeir éta ávexti, egg annara fugla og jafnvel smádýr.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjhV6JeOnI0zu0CfCiZ3meyUFvltlAQphMeRmHJ55j1-o1dPqELssytp_t-SwbdcLEP5Z88hjh0rwu0bxiEwa137KP3HXr6HDF7_GwO-QtYdxn7UxnHh0l9-Qw_waInT95UlS_SkmriqQlP/s400/Picture+091.jpg)
Reffilegur
Toucan fuglar verpa 2-4 eggjum í hreiður eða yfirgefna spætu holu í lifandi trjám. Bæði karl og kvenfuglinn liggja á en eggin klekjast út á tveimur vikum. Ungarnir eru bæði blindir og sköllóttir þegar þeir klekjast út. Ungarnir eru síðan í umsjá foreldra í 6 vikur. Fuglarnir verða 10 til 15 ára gamlir.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhR8QvQCIolMerAWSjGnVdcnrCVJjhZcH3jfJ6Kr9LpZHX-WoYmVPTJgAWYrbvBWBt8suzJ1YQx1W7lSiRlYTnwnyv0T9TaAEWkwKZ4kLdUOsxcRkzMW8uFc3ns0qetUwkJ9VNNSqpTidvQ/s400/Picture+090.jpg)
Við heyrum stundum í Toucan fuglum hérna heima við í campnum. Einnig sjáum við þá fljúga um. Þeir ferðast í pörum og setjast í stórt tré hér bakvið hús sérstaklega síðdegis. Gaggið í þeim er hátt og snjallt og er hið spænska nafn þeirra dregið af hljóðinu, “Quioro, quioro, quioro”.
Fegurðin ein!
SvaraEyða