
Verið var að vinna við mölun á efni og lestun. Þarna eru möluð um 6.000 tonn á sólarhring að jafnaði.
Í stíflustæðinu var hópur við ídælingu á sementsgraut undir stífluna en hefjast á handa við uppsteypuna á stíflunni í komandi viku.

Heldur blautt og hráslagalegt í stíflustæðinu en nokkrir karlar við vinnu.
Á meðan á framkvæmdum stendur er vatninu í Changuinola ánni veitt í gegnum hjáveitu. Mikill kraftur og hraði var á vatninu í morgun en engin hætta eða skemmdir.

Vatnsflaumurinn í gegnum hjáveituna.
Þó að hér sé nú "vetur" og blautt, er hitastigið hátt á flesta mælikvarða. Þó að það væri mikil rigning og snemma morguns var hitastigið 25 gráður. Við erum með þetta fallega blóm í garðinum sem blómstrar sem aldrei fyrr. Hvert blóm lifir í einn dag og fellur þá af.

Mikið og tilkomumikið fyrir eins dags líftíma. Blómin frá í gær liggja á jörðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli