sunnudagur, 22. nóvember 2009

Sunnudagsmorgunn

Eftir rigningarsama nótt skrapp ég í bíltúr niður á svæði í morgun til að litast um og sjá hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Það hefur rignt mikið undanfarna viku eða yfir 100 mm. Allt reyndist í lagi en heldur blautt og lágskýjað. Það er fríhelgi og fáir að vinna.


Verið var að vinna við mölun á efni og lestun. Þarna eru möluð um 6.000 tonn á sólarhring að jafnaði.

Í stíflustæðinu var hópur við ídælingu á sementsgraut undir stífluna en hefjast á handa við uppsteypuna á stíflunni í komandi viku.


Heldur blautt og hráslagalegt í stíflustæðinu en nokkrir karlar við vinnu.

Á meðan á framkvæmdum stendur er vatninu í Changuinola ánni veitt í gegnum hjáveitu. Mikill kraftur og hraði var á vatninu í morgun en engin hætta eða skemmdir.


Vatnsflaumurinn í gegnum hjáveituna.

Þó að hér sé nú "vetur" og blautt, er hitastigið hátt á flesta mælikvarða. Þó að það væri mikil rigning og snemma morguns var hitastigið 25 gráður. Við erum með þetta fallega blóm í garðinum sem blómstrar sem aldrei fyrr. Hvert blóm lifir í einn dag og fellur þá af.


Mikið og tilkomumikið fyrir eins dags líftíma. Blómin frá í gær liggja á jörðinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli