
Panama Fried Chicken
Birkir hafði mörg orð um það hversu svakalega góðir bitar þetta hefðu verið og tækju frændum þeirra frá Kentucky langt fram. Svo mikil var hrifningin að meira að segja Anna hafði á orði að ég gæti nú komið við þarna við tækifæri og sótt "take away". Ég kannaði því staðinn nú síðdegis.

Smellið á myndina og teljið alla kjúklingana
Þetta er eins og sést vinalegur staður þar sem framtíðarmaturinn gengur um á flötinni fyrir utan. Þetta er svona “úr haga í maga” veitingastaður þannig að ég á eftir að koma þarna við einhvern daginn á leiðinni heim úr vinnunni.
Ég veit ekki alveg hvort ég hefði lyst á kjúklingabitum eftir að hafa séð litla sæta kjúklingaunga á leiðinni inn á staðinn!!! ;-) Finnst fínt að kaupa bara innpakkað kjöt í kjörbúðinni þar sem maður getur útilokað meira þessa tengingu við lifandi dýr!
SvaraEyðaFerskur kjúklingur ávallt bestur!
SvaraEyðaÞetta sá maður stundum í Tansaníu líka í den.